13. des – Jóladagatal Hún.is

Nú fer að styttast í jólin, annar jólasveinninn kemur í nótt og alveg ábyggilegt að það er mikill spenningur á mörgum heimilum vegna þess.

13des

Síðastliðin tvö ár höfum við verið með jóladagatal 1.- 24. desember og höldum áfram þessari skemmtilegu hefð, sem hefur notið mikilla vinsælda.

Í dag gefum við kvikmyndina Vonarstræti á dvd frá Skífunni en hún hefur orðið gríðarlega vinsæl.

Móri (Þorsteinn Bachmann) er rithöfundur og bóhem sem finnur hvergi frið fyrir óbærilegum minningum annars staðar en á botni flöskunnar. Eik (Hera Hilmarsdóttir) er leikskólakennari sem neyðist til að grípa til örþrifaráða til að framfleyta sér og dóttur sinni. Sölvi (Þorvaldur Davíð) er fyrrum fótboltastjarna sem verður að hætta að spila vegna meiðsla og er nú á hraðri uppleið í vafasömum banka. Gömul og ný leyndarmál hrinda aðalpersónunum hverri í átt að annarri í hörkuspennandi og átakanlegri atburðarás sem lætur engan ósnortinn. Kvikmyndin er innblásin af sönnum atburðum og áhorfendur gætu því kannast við tilteknar aðstæður, persónur eða atburði úr raunveruleikanum, enda ekki langt um liðið síðan útrásin stóð sem hæst.

Screen Shot 2014-12-13 at 11.06.47 AM

Til þess að taka þátt skrifarðu í athugasemd: „Vonarstræti“ og þú ert komin í pottinn.
– Drögum út í kvöld!

SHARE