Það er flókið að vera kona. Meðan veröldin reiknar fastlega með því að við séum barmafullar af tilfinningum, erum við á sömu stundu oftlega gagnrýndar fyrir að bregðast við aðstæðum á eðlilegan hátt.
Konur eru oftlega gagnrýndar fyrir að hyggja á barneignir (börn standa í vegi fyrir frama) en samstundis erum við álitnar kaldlyndar ef við ákveðum að láta barnaeignir bíða.
Það eitt að fara á barinn getur reynst stórhættulegt, sérstaklega ef kona ákveður að fá sér í glas. Valið stendur oftlega milli þess að kaupa drykk með skrúfutappa … eða ríghalda í glasið. Allt kvöldið. Án þess að taka augun af því eitt andartak.
Auðvitað reiknar enginn með því að kona geti skipt um dekk, hvað þá handfjatlað skrúfjárn …
… og sjálfsagt þykir að kona, sem klæðist kvenlegum og aðsniðnum fötum reikni ekki bara með kynferðislegum athugasemdum frá ókunnum körlum, heldur taki hún klúru tali á götu úti steinþegjandi, hljóða- og svipbrigðalaust.
Já, það er ekki einfalt að vera kona.
Buzz tók á málinu:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.