13 stjörnur sem eldast hrikalega vel

Það má vera að stjörnurnar í Hollywood séu með fólk í kringum sig sem sér um húðina og hárið á þeim. Þær hafa efni á dýrustu mögulegu kremunum, fara í allskyns stinnandi meðferðir og fleira, en það þarf ekki að þýða það að þær eldist með reisn. Sumar stjörnur hafa meira að segja gengið alltof langt í þessum aðgerðum og þess vegna eyðilagt útlit sitt algjörlega.

Þessar stjörnur eiga það hinsvegar sameiginlegt að eldast alveg svakalega vel:

sandra-bullock-400x400

Sandra Bullock

Sandra Bullock lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en fertug en er samt orðin fimmtug. Þegar hún er ekki að leika finnst henni gaman að æfa margskonar íþróttir eins og Pílates, kickbox og lyftingar. „Ef ég get æft á hverjum degi, geri ég það,“ sagði þessi flotta leikkona í viðtali við InStyle árið 2009.

 

jlo-400x400

Jennifer Lopez

Milli þess að leika, syngja og vera með sína eigin tískulínu, þá er nóg að gera hjá Jennifer Lopez sem er 44 ára. Hún segir aðal málið, til að vera með fallega húð, sé að forðast sólina og nota bara brúnkukrem í staðinn.

cindy-crawford-400x400

 

Cindy Crawford

Cindy Crawford var sjóðheitt módel á áttunda og níunda ártugnum og hún er enn að gera það gott sem fyrirsæta, þrátt fyrir að vera orðin 48 ára. Cindy segir að hún noti minni farða núna en þegar hún var yngri því henni finnst farðinn elda hana. Einnig segir hún að hún sé öruggari í eigin skinni eftir því sem aldurinn færist yfir.

julianne-moore-400x400

Julianne Moore

Hún er gullfalleg og stórglæsileg hún Julianne Moore en hún er orðin 53 ára. Hún segir að því eldri sem hún verði því meira áttar maður sig á því hvað mestu máli skipti í lífinu. Julianne fer í 2- 3 jógatíma í viku.

 

kate-winslet-400x400

Kate Winslet

Það gleymir enginn Kate Winslet lék Rose í Titanic árið 1997 en hún er í dag 38 ára gömul og er alltaf jafn stórglæsileg.

halle-berry-400x400

Halle Berry

Halle Berry lítur alltaf jafn vel út og manni finnst hún lítið hafa breyst þótt hún sé orðin 47 ára, tveggja barna móðir.

jennifer-aniston-400x400

Jennifer Aniston

Jennifer er alltaf geislandi af heilbrigði en hún er orðin 45 ára og hefur lítið sem ekkert breyst frá því hún lék í Friends. hún kom með eitt fegrunarráð í fyrra í Allure en það var að bera vaseline á augun á sér á nóttunni. Það mýkir augnhárin og húðina í kringum augun.

mariska-hargitay-400x400

Mariska Hargitay

Hún Mariska er alltaf í flottu formi en hún hefur leikið í mörg ár í Law & Order: SVU. Hún er þriggja barna móðir og er orðin 50 ára.

gwen-stefani-400x400

Gwen Stefani

Hún Gwen Stefani hefur ekki mikið breyst frá því hún söng lög eins og Just a Girl og Don´t Speak. Hún er orðin 44 ára og er í svakalegu líkamlegu formi en hún hefur mjög gaman af því að boxa og lyfta lóðum.

meryl-streep-400x400

 

Meryl Streep

Meryl Streep er orðin 64 ára gömul með alveg æðislega slétta húð. Hún segist njóta lífsins betur með hverju árinu sem líður.

julia-roberts-400x400

Julia Roberts

Julia Roberts verður bara fallegri með hverju árinu en leikkonan er orðin 46 ára. Hún segist bursta tennurnar upp úr matarsóda til þess að halda tönnum sínum hvítum og fallegum. Hún segir að afi hennar hafi kennt henni það og hann hafi bara fengið eina skemmd í tennurnar á allri sinni ævi.

diane-keaton-400x400

 

Diane Keaton

Hún er alltaf brosandi og geislandi hún Diane Keaton en hún er orðin 68 ára.

cameron-diaz-400x400

 

Cameron Diaz

Hún Cameron segir að það sé blessun að fá að eldast og ef þú hefur lagt góðan grunn að heilsunni á þínum yngri árum geti eldri árin verið þau bestu í lífinu. Hún er orðin 41 árs.

 

SHARE