14 ára söngvari tók lag Whitney Houston og rúllaði því upp

Jack Vidgen kom sá og sigraði í Australia’s Got Talent árið 2011 og gerði allt vitlaust með þessum flutningi en hér tekur hann lagið „I Have Nothing“ sem Whitney Houston gerði frægt í kvikmyndinni The Bodyguard árið 1992.

Það kemur harla á óvart að Jack Vidgen, sem var aðeins 14 ára þegar hann flutti lagið, sigraði að lokum keppnina og gaf síðar út plötu í heimalandinu Ástralíu.

Hann er í dag orðinn 17 ára gamall en lítið hefur heyrst í honum síðastliðin tvö ár en hann gekkst undir alvarlega skurðaðgerð fyrr á þessu ári til þess að fjarlægja krabbameinsæxli á bakvið annað augað. Vonandi verður kappinn fljótur að jafna sig.

Lagið hefst á 1:40 mínútu 

SHARE