14 merki um að þú ættir að hætta í sambandinu þínu

Hér að neðan er listi yfir „rauð flögg“ sem gefa til kynna að þú gætir þurft að slíta ástarsambandinu þínu. Það er aldrei auðvelt að hætta í sambandi og því fylgir yfirleitt sorg og streita. Á einhverjum tímapunkti þarftu samt að spyrja sjálfan þig hvort þú sért betur sett/ur með eða án kærastans/kærustunnar?

Ef hann/hún lýgur oft

Ef þú stendur viðkomandi oft að því að ljúga er það ekki gott. Það skiptir ekki máli hvort sem það snýst um stóra, mikilvæga hluti eða léttvæg mál. Lygarar eru ekki traustsins verðir.

Einangrar þig frá þínum nánustu

Viðkomandi reynir að einangra þig frá fjölskyldu þinni og vinum. Þetta þarf ekki að fela í sér líkamlegt ofbeldi en þetta getur falist í lúmskum athugasemdum og tilraunum til að fá þig upp á móti þínum nánustu. Taktu eftir athugasemdunum eins og: „Þau skilja þig ekki“ eða „þau vilja ekki að við séum saman.“

Vinir þínir þola hann/hana ekki

Flestum vinum þínum er illa við hann/hana. Ef aðeins einn eða tveir aðilar segjast vera illa við hann/hana er það allt í lagi. Sumir persónuleikar eiga bara ekki saman. Ef engum líkar við hann/hana eru vinir þínir kannski að sjá eitthvað sem þú sérð ekki.

Sjá einnig: 19 matvæli sem innihalda mikið af C-vítamíni

Biður þig að treysta sér

Hann/hún biður þig að treysta sér. Fyrst þið eruð í sambandi, þá treystir þú honum/henni örugglega nú þegar. Ef ekki, ættir þú kannski ekki að vera með honum/henni. Ef viðkomandi þarf að spyrja þig að þessu er eitthvað ekki eins og það á að vera.

Þolir ekki mömmu þína

Viðkomandi segist ekki þola mömmu þína og að hún sé ekki góð manneskja. Jafnvel þó hann/hún hugsi þetta um móður þína, ætti hann/hún að hafa vit á að segja það ekki.

Virðir þig ekki

Hann/hún virðir þig ekki né óskir þínar. Það er auðvelt að segja að maður beri virðingu fyrir einhverjum, en það er ekki nóg að segja það bara. Fylgstu með hvernig hann/hún hagar sér. Ef hann/hún segist virða þig en virðir síðan ekki skoðanir þínar og óskir, virðir hann/hún þig ekki í alvöru.

Þig hryllir við tilhugsuninni að vera lengi með viðkomandi

Ef tilhugsunin um að eyða restinni af lífi þínu með honum/henni veldur þér kvíða, þá er það rautt flagg. Já sumir eru með ótta við skuldbindingar en ef tilhugsunin um mikla samveru, til langs tíma er óþægileg þá ættirðu kannski að skoða hvort hann/hún sé sá/sú rétta.

Sjá einnig: Þessi hvolpur vill EKKI láta baða sig

 Þrýstingur

Hann/hún þrýstir endalaust á þig þegar kemur að kynlífi.

 Þið rífist meira en þið skemmtið ykkur

Þið eyðið meiri tíma í að rífast en að hafa gaman. Sum rifrildi eru óhjákvæmileg í sambandi, en þú ættir ekki að vera í stöðugu stríði.

Snýr öllum rifrildum yfir á þig

Hann/hún reynir að snúa öllum rifrildum yfir á þig og láta þér finnast þetta allt vera þér að kenna. Það þarf yfirleitt tvo til að dansa tangó svo það er ekki hægt að kenna einni manneskju um allt.

„Það myndi enginn annar þola þig“

Ef hann/hún gefur í skyn eða segir beint út að hann/hún sé þín bjartasta von í sambandi eða að enginn annar myndi þola þig, þá skaltu hlaupa. Það er bara andlegt ofbeldi.

Sjá einnig: 7 jurtategundir sem innihalda meira prótein en kjöt

Lætur þér líða illa með þig

Ef viðkomandi á það til að gera lítið úr þér og láta þig missa trú á sjálfa/n þig, þá á hann/hún þig ekki skilið.

Ofbeldi

Ef hann/hún beitir þig andlegu eða líkamlegu ofbeldi, skaltu flýja sem fyrst.

Léttir

Ef tilhugsunin um að hætta með honum/henni fyllir þig meiri létti en sársauka þá er þetta komið gott.

Heimildir: womanitely.com/

SHARE