15 ára snillingur skapar þekktar kvikmyndasenur úr LEGO kubbum

Það er engum ofsögum sagt að börn ættu að leika með Lego kubba; sem eru óþrjótandi uppspretta skapandi hugmynda. Það hefur Morgan Spence, fimmtán ára gamall, gert frá unga aldri en kubbarnir leika í höndunum á drengnum.

Þannig greinir vefmiðillinn Mashable frá því hvað gerðist þegar Lego-listamaðurinn Warren Elsmore gaf Morgan það flókna verkefni að búa til kynningarmyndband sem byggði alfarið á Lego listaverkum og það á tveimur vikum. Hugmyndin var að setja saman kynningarstiklu fyrir nýútkomna listaverkabók Warren, en Morgan gerði sér lítið fyrir og snaraði saman Óskarsverðlaunahátíð þar sem nokkrar af þekktustu kvikmyndum sögunnar voru tilnefndar til verðlauna.

Í kynningarstiklunni má sjá 13 klassískar kvikmyndir; Galdrakarlinn í Oz, E.T., Breakfast at Tiffany’s, Waynes World, Dirty Dancing svo eitthvað sé nefnt. Sagði Morgan verkið hafa tekið upp allan frítíma hans, en hann vann ötult að uppsetningunni sjálfri utan skóla og oftar en ekki langt fram á kvöld.

Skemmtilegt er frá því að segja að Morgan hefur leikið sér með Lego kubba allt frá þriggja ára aldri og sagðist þannig hafa sameinað kvikmyndagerðaráhuga sinn og ástŕiðu fyrir Lego kubbum í verkefninu, sem sjá má hér að neðan.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni á Mashable en hér fara nokkur sýnishorn af verkum Morgan og svo einnig stórbrotin kynningarstikla hans fyrir listaverkabók Warren Elsmore.

 

Breakfast at Tiffany’s

bf-tiffany_001_001_x1_0051-1

Ljósmynd: Morgan Spence

 

Titanic

bf-titanic_001_001_x1_0032-1

Ljósmynd: Morgan Spence

Life of Pi

bf-pi2_001_001_x1_0051

Ljósmynd: Morgan Spence

Sound of Music

sound-of-music

Ljósmynd: Morgan Spence

Dancing In the Rain

singing-in-the-rain

Ljósmynd: Morgan Spence

Dirty Dancing

brick-flicks-1

Ljósmynd: Morgan Spence

Galdrakarlinn í Oz

wizard-of-oz

Ljósmynd: Morgan Spence

Drakúla

dracula

Ljósmynd: Morgan Spence

Shining

brick-flicks-9

Ljósmynd: Morgan Spence

E.T.

et

Ljósmynd: Morgan Spence

 

SHARE