15 ástæður þess að best er að vera einhleyp/ur

Það þarf ekki að vera leiðinlegt að vera einhleyp/ur. Alveg þvert á móti. Það er ljómandi fínt að vera bara sinn eigin herra – hamingjusamlega einhleyp/ur, drekkandi vín (af stút) og borðandi drasl. Helst á brókinni. Á meðan grenjað er yfir Notebook.

1. Þú getur borðað það sem þú vilt. Þegar þú vilt það. Í því magni sem þú kýst. Það er enginn sem dæmir þig – nema mögulega samviskan. En hana má alltaf hunsa.

anigif_optimized-24590-1423079607-1

2. Hvers kyns rakstur verður með öllu óþarfur. Það eitt og sér er eiginlega nægilega góð ástæða til þess að vera einhleyp/ur að eilífu.

anigif_optimized-23908-1423078304-16

3. Rúmið er þitt. Eins og það leggur sig.

anigif_optimized-25590-1423078223-5

4. Þú þarft hvorki að eiga diska né glös. Þú borðar beint upp úr pizzakassanum og drekkur vínið af stút.

anigif_optimized-10483-1423185288-4

5. Þú getur verið á brókinni. Alla daga, alltaf. Brókin má líka vera ljót. Hverjum er ekki sama?

anigif_enhanced-28257-1423238392-16

6. Þú þarft ekki að deila matnum þínum með neinum. 16″ pizzan getur öll farið beinustu leið í andlitið á þér.

anigif_optimized-30793-1423080918-8

7. Þú getur líka pantað hvaða álegg sem er á pizzuna þína. Þarft ekki að hlusta á neinn sem heimtar bara pepp og svepp. Þú getur fengið þér bernaise og banana þess vegna. Mmm.

anigif_optimized-8347-1423156397-1

8. Drekka heila vínflösku í kvöldmat? Ekkert mál. Á brókinni? Ekkert mál.

anigif_optimized-15196-1423154765-1

9. Kúka með opna hurð – af hverju ekki?

anigif_optimized-12497-1423171771-1

10. Kynlífshjálpartækið biður þig ekki um neitt í staðinn…

anigif_optimized-26417-1423156818-10

11. Þú mátt eiga eins marga ketti og þú vilt. Enginn dæmir. Eða þú getur að minnsta kosti sannfært þig um það.

anigif_optimized-29228-1423172141-2

12. Tvö orð: engir tengdaforeldrar.

anigif_optimized-26313-1423079976-17

13. Þú getur velt þér upp úr eigin rusli að vild. Hver nennir að eyða tíma í að taka til?

anigif_optimized-4018-1423237475-10

14. Þú þarft ekki að eyða peningum í gjafir handa neinum. Getur eytt þeim öllum í gjafir handa þér. Eða nammi.

anigif_optimized-2389-1423176682-8

15. Þú ræður hvar þú eyðir jólunum. Engin vandræðaleg jól með fjölskyldu sem þú þekkir jafnvel ekki neitt.

anigif_optimized-24687-1423171662-28

Tengdar greinar:

Tíu erkitýpur einhleypra kvenna

6 leiðir til að vera hamingjusamur einhleypingur

50 spurningar sem einhleypar konur fá ítrekað að heyra

SHARE