15. des – Jóladagatal Hún.is

Nú fer að styttast í jólin, en það eru aðeins níu dagar til jóla og vonandi eru allir búnir að koma sér í jólaskap, borða mandarínur og piparkökur og drekka heitt kakó.

Síðastliðin tvö ár höfum við verið með jóladagatal 1.- 24. desember og höldum áfram þessari skemmtilegu hefð, sem hefur notið mikilla vinsælda.

Í dag ætlum við að gefa heppnum lesanda fallega íslenska hönnun; snagrekkan vinsæla frá Hár úr hala. Skrifaðu athugasemdina „Hani, krummi, hundur, svín“ ef þú vilt vera með í úrdrætti dagsins.

Screen Shot 2014-12-13 at 10.52.23

Hár úr hala, hönnunarteymi er samstarfsverkefni Ólafs Þórs Erlendssonar húsgagna- og innanhússarkitekts og Sylvíu Kristjánsdóttur grafísks hönnuðar. Þau sækja innblástur í sögur, vísur og ævintýri og hanna hagnýta hluti með vísun í þau minni.

Screen Shot 2014-12-13 at 10.52.42Hani, krummi, hundur svín

Snagarnir „Hani, krummi, hundur, svín“ eru myndræn tilvitnun í hina gömlu vísu um samnefnd dýr.

Hani, krummi, hundur, svín,
hestur, mús, tittlingur.
Galar, krunkar, geltir, hrín,
gneggjar, tístir, syngur.

 

 

Hani, krummi, hundur, svín“ með fjórum hönkum.

Screen Shot 2014-12-13 at 10.52.02 

Snagarekkarnir eru pólýhúðað laserskorið ál með góðum hönkum. Hani krummi… og Hestur mús… eru í þremur litum svörtu, gráu og hvítu en snagarnir með einu dýri eru í fleiri litum: svörtu, hvítu, rauðu og grænu.

Kíktu á úrvalið á Hárúrhala.is en þar má sjá snaga í mismunandi stærðum og fallegar bókastoðir.

Hjá Heimkaup.is er hægt að nálgast snagana frá Hár Úr Hala og fá þá senda heim samdægurs.

Skrifaðu athugasemdina „Hani, krummi, hundur, svín“ ef þú vilt vera með í úrdrætti dagsins.  

15des

SHARE