Þetta getur eldra fólk sjálft gert til að lækka blóðsykurinn: Farið í 15 mín. langan göngutúr!

Rannsókn sem var gerð til að kanna þetta mál var frekar lítil en hún leiddi í ljós að blóðsykurinn lækkaði þegar fólk gekk, þó ekki væri nema í 15. mín. Lengri ganga hafði ekki meiri áhrif.

Í ljós kom að þegar vöðvarnir drógust saman eins og gerist á göngu, hafði það strax þau áhrif að blóðsykur hækkaði ekki eins og vill gerast hjá elda fólki eftir máltíðir.

Ef þessar niðurstöður fást einnig úr öðrum rannsóknum um sama mál er hér komin einföld og áhrifamikil leið til að draga úr hættunni á sykursýki 2 í eldra fólki sem gæti verið í áhættuhópi.

Rannsakendur benda á að aldrað fólk sem annars stundar ekki líkamsþjálfun gæti að líkindum rölt út smástund og t.d. gengið einn hring í hverfinu sínu með hundinn sinn. Það myndi nægja!

Rannsókn þessi sem gerð var við George Washington háskólann náði aðeins til 10 manns á aldrinum 60+.  Þátttakendur voru allir í eftirliti vegna hættu á að þau fengju sykursýki 2. Þau hreyfðu sig öll lítið og blóðsykur (mældur á fastandi maga) var yfir æskileg meðalgildi.

Í rannsókninni voru áhrif líkamsæfinga á blóðsykursgildin mæld og einnig voru áhrifin af göngum, skemmri og lengri mæld. Skemmri göngur (15 mím.) voru strax að lokinni máltíð en lengri göngur (45 mín.) voru að morgni eða í eftirmiðdag.

Niðurstöður voru á þann veg að blóðsykurinn mældist næst æskilegum gildum að lokinni 15 mín. göngu eftir kvöldmat. Oftast borðar fólk stærstu máltíðina á kvöldin og þá hækkar blóðsykurinn og er hár fram á næsta dag. Stutt ganga virtist koma í veg fyrir að þetta gerðist.

Fyrri rannsóknir hafa sýnt að skynsamlega samsettar líkmasæfingar geta hjálpað fólki sem komið er með sykrusýki 2 að halda henni niðri.  Mælt er með að fólk æfi vel og lengi en ekki skemmri tíma – með offorsi.

 

SHARE