16 ára stúlka myrt í strætó

Christina Edkins var 16 ára og var á leið í skólann í strætisvagni þegar maður stakk hana til bana.
Morðinginn Phillip Simelane var tekinn fastur og er ákærður fyrir morðið. Fjölskyldan er að vonum í sárum hafandi misst dóttur sína sem átti allt lífið fyrir sér.  Tilveran verður aldrei söm eftir þetta, segja þau. Vinir okkar og nágrannar hafa verið okkur afar góð og stutt okkur í sorginni.  Fjölskyldan þakkar lögreglu bæjarins líka af heilum hug fyrir alla hálpina á þessum erfiðu tímum. Lögreglan hefur mynd af atburðinum á eftirlitsmyndavélum úr strætisvagninum og hefur yfirheyrt manninn sem gefur engar skýringar á athæfi sínu. Ljóst er að hann er mjög truflaður á geði.

Christina var að fara í próf og hafði haft orð á því að hún væri hrædd um að einhver maður væri að elta sig í strætisvagninum. Hann væri alltaf í vagninum á morgnana þegar hún væri að fara í skólann og gengi fram og aftur um vagninn.  Árásarmaðurnn kom hljóðlega að henni aftan frá, stakk hana og gekk svo áfram. Drengur sem líka var farþegi í strætisvagninum þaut að til að hjálpa henni þar sem hún lá í blóði sínu. Hann hlóp niður til bílstjórans og bað hann að hringja á neyðarlínuna. Fleir farþegar reyndu að hjálpa en allt kom fyrir ekki. Christina dó.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here