16 hlutir til þess að gera í febrúar

Lífgaðu upp á heimilið með búnti af túlípönum. Slík búnt fást orðið í fjölmörgum matvöruverslunum og kosta um og yfir þúsundkallinn. Lífið verður bara alltaf örlítið fallegra með ferskum blómum.

Farðu í Kolaportið. Gramsaðu hjá bókasalanum sem leynist þar í einu horninu. Ó, hvílíkar gersemar sem þar má finna. Matreiðslubækur, skáldsögur, fræðibækur, klassískar bókmenntir – nefndu það. Og allt á spottprís.

Flokkaðu myndirnar sem þú tókst um jólin og sendu í framköllum. Óþolandi hvað við erum orðin dugleg við að láta myndirnar okkar daga uppi í einhverri möppu í tölvunni sem enginn sér.

Teldu niður í frumsýningu á Fifty Shades of Grey. Ég er búin að telja niður síðan snemma á síðasta ári – en það er önnu saga. Í dag eru nota bene 12 dagar. 12 DAGAR!

1415961816405_wps_10_FIFTY_SHADES_OF_GREY_INTE

Lestu Fifty Shades of Grey þríleikinn, svona til þess að hita upp. Ég er búin að taka slíka upphitun þrisvar síðan í ágúst 2014. Eðlilega, hver fær nóg af Mr.Grey?

Horfðu á einhverja gamla góða þáttarröð frá upphafi. Sex and the City, Desperate Housewives, Cougar Town, Lost, Private Practice – ég gæti endalaust talið. Verkefni sem dugir þér langt fram í apríl.

Skráðu þig í hópinn Notaðar hönnunarvörur á Facebook og gerðu góð kaup á hvers kyns hönnunarvöru, ef slíkt kveikir á annað borð í þér.

Hlustaðu á uppáhalds lagið þitt og syngdu hátt með. Helst lagið sem enginn má vita að þú hlustir á. Nokkurn tímann. Ég er nýbúin að gaula Ástarfár með Landi og sonum þannig að allir í póstnúmeri 105 heyri. Hrikalega hressandi og losandi í senn.

Flettu í gegnum matreiðslubækurnar sem safna ryki uppi á hillu. Eldaðu eitthvað nýtt einu sinni í viku.

Óskarsverðlaunaafhendingin er 22.febrúar næstkomandi. Vúhú!

Lestu The Secret. Nú ætla ég ekki að sverja fyrir að hið mikla Leyndarmál virki. Ég hef þó lesið bókina oftar en einu sinni. Og oftar en tvisvar. Ég á ennþá 15 ára gamlan Yaris og bý í leiguíbúð. En bókin hefur samt gert mig jákvæðari – það er stórt afrek út af fyrir sig.

Helltu þér rauðvíni í glas og fagnaðu því að Scandal hefur aftur hafið göngu sína. Súptu rauðvínið og slefaðu yfir Mr. President. Nammi namm.

tumblr_inline_mmkcttS3Qs1qz4rgp

Bakaðu uppáhalds kökuna þína. Borðaðu hana líka. Til hvers að spara eitthvað fyrir sérstök tilefni sem þú getur gert strax í dag? Algjör vitleysa.

Borðaðu yfir þig af rjómabollum. Þessi dagur er einu sinni á ári. Kommon!

Farðu í langar gönguferðir með gargandi góða tónlist í eyrunum. Ótrúlega endurnærandi fyrir bæði líkama og sál.

Elskaðu, faðmaðu og njóttu!

Gleðilegan febrúar.

SHARE