17 ára drengur endaði líf sitt eftir baráttu við einelti – Skrifaði bréf og birti á netinu

Carlos Vigil sem var sautján ára barðist við einelti skólafélaganna en gafst svo upp og ákvað að enda líf sitt.

Rétt áður en hann dó skrifaði hann bréf sem hann setti á netið og sagði frá angist sinni.  Í bréfinu sagðist hann vera algjör aumingi, asni og hommi og endaði með því að segja að nú væri hann loksins frjáls og var þá að vísa til þess að hann ætlaði að stytta sér aldur.

Farið var með Carlos á háskólasjúkrahúsið í Albuquerque en fjölskylda hans lét slökkva á vélunum sem héldu í honum lífi eftir fáa daga þar.

Skyndilegt fráfall Carlosar var vinum hans og fjölskyldu mikið áfall. Þau vissu öll að hann var lagður í grimmilegt einelti í skólanum en gerðu sér ekki grein fyrir hvað angist hans var mikil.

Eddie Vargas sem stjórnar tómstundaheimili og íþróttamiðstöð í Albuquerque sagði að þetta mál sýndi ljóslega að maður vissi ekki alltaf hvernig fólki líður. Carlos hafði tekið mikinn þátt í starfinu og stutt marga unglinga sem sóttu staðinn.

„Stundum er það þannig að þeir sem við höldum að séu í besta jafnvæginu og líði best þjást hvað mest. Okkur varð öllum mjög mikið um þegar þetta gerðist“, sagði hann.

 

Faðir Carlosar greindi frá þvi að sonur hans sem hafði mikinn áhuga á samfélagsmálum hafi verið nýkominn heim úr ferð til N-Carolina þar sem hópur fólks var að halda baráttufund gegn einelti.

Faðir Carlosar ræðir um son sinn fyrir utan sjúkrahúsið í  Albuquerque. Þangað mættu margir skólafélaga hans.

“Við áttuðum okkur á því fyrir þrem árum að þetta einelti væri í gangi og fórum strax að reyna að hjálpa honum“ Sagði faðir hans.

“Við vitum nú að hann hefur mátt þola þetta hvern dag í skólanum frá því hann var í þriðja bekk. Það er þung byrði fyrir eitt barn að bera.”

Carlos ætlaði að skipta um skóla síðasta veturinn í gagnfræðaskóla til að reyna að losan frá kvölurum sínum. Honum var strítt fyrir að vera hommi, fyrir hvað hann var “feitur”, var með bólur og rangeygður, þetta eru allt atriði sem krakkarnir notuðu til að kvelja hann. Mamma hans segist nú átta sig á því að hann hafi verið lítill þegar eineltið byrjaði og hvað hann hafi mátt þola.

„Hann átti t.d. nestisbox með broskalli á og krakkarnir gerðu grín að honum fyrir það. Þau voru á leið heim í skólabílnum og þrifu þá af honum boxið, tröðkuðu á því og eyðilögðu það. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum af því hvernig látið var við hann“, sagði mamma hans enn fremur.

Í bréfinu sem Carlos skrifaði ásakar hann sjálfan sig og biður fólk um að vorkenna sér ekki.

 

SHARE