17. des – Hún.is gefur jólatré frá jólatré.is

Nú fer að styttast í jólin, en það eru aðeins sjö dagar til jóla og vonandi eru allir búnir að koma sér í jólaskap, farnir að borða mandarínur, piparkökur og drekka heitt kakó.

Síðastliðin tvö ár höfum við verið með jóladagatal 1.- 24. desember og höldum áfram þessari skemmtilegu hefð, sem hefur notið mikilla vinsælda.

Í dag ætlum við að gefa heppnum lesanda fallegt jólatré frá Jólatré.is. Skrifaðu athugasemdina „Jólatré já takk!“ ef þú vilt vera með í úrdrætti dagsins.

ac547a6a-9fdb-41cf-ac45-a2d8aaa60e69

Kostir þess að vera með lifandi jólatré eru margir en það fylgir því alltaf góð stemning að vera með lifandi tré heima í stofunni á jólunum þar sem þau gefa frá sér dásamlegan jólailm.

Jólatréð frá  Jólatré.is er glæsilegur normansþinur frá Danmörku. Jólatrén fást í mismunandi stærðum; frá 1,5 meter upp í 2,5 meter há tré.

Jólatré.is ætla að styrkja Fjölskylduhjálp Íslands og leggja sitt af mörkum til að allir geti átt gleðileg jól

Þú finnur sölustaði Jólatré.is á eftirtöldum stöðum.

  • Fyrir utan holtagarða (fyrsta og önnur hæð)
  • Við Nettó í Mjódd
  • Við Hagkaup skeifunni

Við hvetjum fólk til að líta við og kíkja á úrvalið!

Skrifaðu athugasemdina „Jólatré já takk!“ ef þú vilt vera með í úrdrætti dagsins.

17des

SHARE