18 ára lést úr koffeineitrun – vildi verða betri í glímu

Koffein er ekki hættulaust efni og getur verið banvænt í of stórum skömmtum, en hér er ekki verið að vísa til hefðbundinnar kaffidrykkju og tíu bolla á dag, heldur koffeins í duft- og töfluformi. 

Þannig lést Logan Stiner, 18 ára frá Ohio, piltur nú fyrir mánuði síðan um ofeitrun sem rekja mátti til óhóflegrar inntöku á koffeindufti, sem hann innbyrti í þeim tilgangi að öðlast meiri getu á glímuæfingum. Drengurinn fannst látinn á stofugólfinu heima hjá sér, en það var bróðir hans sem hringdi í Neyðarlínuna í Bandaríkjunum og sagði að “hann hefði fundið bróður sinn liggjandi á gólfinu, að hann svaraði hvorki né sýndi viðbrögð við áreiti og að enginn hefði hugmynd um hversu lengi hann hefði legið hreyfingarlaus.”

Í fyrstu var talið að drengurinn hefði látist af náttúrulegum orsökum en þegar móðir hans fann poka með koffeindufti á heimili fjölskyldunnar, var krufning ákveðin og síðar framkvæmd, sem leiddi í ljós hið sanna í málinu.

Dánarstjóri sagði að yfir 70 míkrógrömm af koffeini mót hverjum millilítra af blóði hefði fundist í líkama drengsins, sem er meir en 20 míkrógrömmum yfir dauðaskammt.  

Logan, sem hafði átt mikilli velgengni að fagna í glímuíþróttinni, átti að útskrifast úr menntaskóla nokkrum dögum eftir andlátið, en talið er að hann hafi innbyrt koffeinduftið til að efla getu sína fyrir væntanlega æfingatörn.

SHARE