19 ára stúlka kveikti í bíl á Flórída

Ung kona á Flórída, Carmen Chamblee (19), kveikti í bíl á laugardaginn. Atvikið náðist á myndband og þar sést greinilega þegar stúlkan er að kveikja í bílnum.

Stúlkan var handtekin í kjölfarið á því að þetta myndband var birt, en hún bar því við að hún hafi talið að bíllinn væri í eigu fyrrverandi kærasta síns.

Svo var þó ekki og kveikti unga konan í bíl saklauss borgara.

 

SHARE