2 ára og heyrir rödd mömmu sinnar í fyrsta sinn

Ryan Aprea fæddist eftir 25 vikna meðgöngu og dvaldi á spítala fyrstu 7 mánuði ævi sinnar. Rétt áður en hann útskrifaðist komust foreldrar hans að því að hann væri heyrnarlaus.

Nú er Ryan 2 ára og fór í aðgerð í nóvember og einum mánuði síðar heyrði hann í fyrsta sinn. Hann getur varla hætt að flissa og finnst þetta greinilega dásamlegt. Mamma hans setti þetta myndbrot á Facebook og skrifaði: „Ég vona að brosið hans gleðji ykkur jafn mikið og það hefur glatt okkur. Besta jólagjöf allra tíma!“.

SHARE