20. desember – Snyrtivörur frá E.l.f

Nú eru aðeins 4 dagar til jóla og notalegheitin vonandi að fara að taka við af jólastressinu og innkaupunum.

Síðastliðin tvö ár höfum við verið með jóladagatal 1.- 24. desember og höldum áfram þessari skemmtilegu hefð, sem hefur notið mikilla vinsælda.

Í dag ætlum við að gefa heppnum lesanda Beauty book sett í smoky sem inniheldur 6 augnskugga, augnskuggagrunn, augnblýant og tvöfaldan augnskugga svampbursta.

Einstaklega glæsileg gjöf fyrir þig eða þú gætir jafnvel gefið einhverri góðri vinkonu, frænku, systur, mömmu eða ömmu í jólapakkann.

20des

Eyes Lips Face – E.l.f. er bandarískt snyrtivörumerki sem leggur mikið upp úr því að bjóða upp á vandaðar snyrtivörur á afar góðu verði.

 

E.l.f. býður upp á 3 vörulínur, Essentials-Studio-Mineral, og breitt vöruúrval svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. E.l.f. leggur mikið upp á því að finna og nota bestu innihaldsefnin í vörurnar á samkeppnishæfum verðum ásamt því að þeir markaðsetja vöruna nánast eingöngu á netinu í stað þess að vera með dýrar auglýsingaherferðir og skilar þannig minni rekstrar- og framleiðslukostnaði beint til kúnnnans.

 

E.l.f. snyrtivörurnar eru ekki prófaðar á dýrum og eru því 100% “cruelty free”.

 

Ef þú vilt vera með í leiknum skrifaðu þá hér fyrir neðan: „E.l.f. já takk“

 

SHARE