208% söluaukning á gulum kjólum þökk sé Katrínu Middleton hertogaynju

Það er kallað The Kate Effect þegar almenningur hleypur til og verslar fatnað eða fylgihluti sem hertogaynjan hefur skartað opinberlega á einhverjum tímapunkti. Katrínaráhrifin hafa verið sterk undanfarna daga en gulir kjólar, helst blómamynstraðir, rjúka nú út eins og heitar lummur víða um heim. En Katrín klæddist einmitt gulum blómakjól frá Jenny Packman daginn sem hún og Vilhjálmur kynntu nýfædda dóttur sína fyrir heimsbyggðinni.

Sjá einnig: Kate Middleton: Sást í 7000 króna kjól og setti vefverslun á hliðina í kjölfarið

katewill--a

Kjólaæðið á sér einna helst stað í Ástralíu og Bretlandi. Eins hafa skór, keimlíkir þeim sem hertogaynjan skartaði þennan dag, verið ákaflega vinsælir.

Sjá einnig: Hérna mun Kate Middleton fæða kóngabarnið

SHARE