23 ára gömul stúlka með 14 húðflúr af Rihönnu

Við göngum misjafnlega langt í því að sýna aðdáun okkar á fólki. Flestir láta sér nægja að hengja upp veggspjöld, slefa yfir myndum á tölvuskjá eða í tímaritum. Sem sennilega flokkast undir sæmilega eðlilega aðdáun – að minnsta kosti í samanburði við þessa bresku píu.

Rihanna-superfan-206367

Hin 23 ára gamla Sarah Ridge féll fyrir söngkonunni þegar hún var aðeins 15 ára. Í dag skartar Sarah 14 húðflúrum henni til heiðurs víðsvegar um líkamann. Að sögn Söruh er eftirsjáin engin. ,,Sumir segja að ég sé búin að eyðileggja líkama minn en ég hlæ bara að því. Ég elska Rihönnu og mun elska hana að eilífu. Einfalt mál.”

Aðdáun Söruh hefur kostað hana rétt tæpa hálfa milljón og hefur haft talsverð áhrif á ástarlíf hennar. ,,Flestum karlmönnum þykja húðflúrin mín fráhrindandi en mér stendur á sama. Ég vil engan sem ekki elskar Rihönnu eins og ég geri.”

Rihanna-superfan-429884

Sarah er að safna sér peningum fyrir fleiri húðflúrum í augnablikinu. Þau flúr verða einnig tileinkuð söngkonunni. Að sjálfsögðu.

Tengdar greinar:

Fólk sem sýnir aðdáun sína með stórfurðulegum húðflúrum – vægast sagt!

Skuggalega raunveruleg húðflúr – 24 myndir

Hrífandi myndband af húðflúrun í nærmynd

SHARE