23. desember – Í dag gefum við safapressu frá Bosch

Þorláksmessa er í dag, sem þýðir auðvitað að á morgun er Aðfangadagur jóla. Margir eru á leið í hina árlegu skötuveislu í dag og lyktin á mörgum heimilum eftir því.

Síðastliðin tvö ár höfum við verið með jóladagatal 1.- 24. desember og höldum áfram þessari skemmtilegu hefð, sem hefur notið mikilla vinsælda.

Í dag ætlum við að gefa heppnum lesanda veglega safapressu frá Bosch á vegum Smith & Norland 

Skrifaðu athugasemdina „Bosch já takk“ ef þú vilt vera með í úrdrætti dagsins.

spiegelung_MES20G0_back_black_ 002

Þessi geysiöfluga safapressa frá Bosch er fallegur gripur til að eiga í eldhúsinu hjá sér. Safapressan pressar bæði ávexti og grænmeti og ræður við bæði harða og mjúka ávexti. Áfyllingarrörið er stórt og hægt að setja í það heila ávexti og ekki nauðsynlegt að skera þá í marga hluta. 

Sían er úr ryðfríu stáli og stór skál tekur við afgangshýði, en hún tekur 2 lítra. Safakannan sjálf tekur svo 1,25 lítra og skilur froðu frá. Safapressan er auðveld í þrifum og hægt að setja alla lausa hluti í uppþvottavél sem gerir það að verkum að maður notar hana miklu oftar.

Smith & Norland er raftækjaverslun með fyrsta flokks úrval á hágæða heimilistækjum, ljósabúnaði og ýmsu fleiru sem snýr að heimilinu. Smith & Norland veitir góða þjónustu og tekur vel á móti þér í Nóatúni 4 í Reykjavík.

Skrifaðu athugasemdina „Smith & Norland“ ef þú vilt vera með í úrdrætti dagsins.

SHARE