Franskur heilsteiktur kjúklingur með rósmarín, hvítlauk og sítrónum – Uppskrift

Franskur heilsteiktur kjúklingur með rósmarín, hvítlauk og sítrónum

Heill kjúklingur
2 msk olía
Salt og nýmalaður pipar
1 msk rósmarínnálar, smátt saxaðar
½ msk rifinn sítrónubörkur, ysta lagið
3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1-2 laukar, skornir í báta
1 sítróna, skorin í báta

Aðferð:
Penslið fuglinn með olíu og kryddið með salti, pipar, rósmarín, sítrónuberki og hvítlauk. Setjið þá laukinn og sítrónuna innan í fuglinn og bakið í 180°C heitum ofni í 60-70 mín.

Berið fram með t.d. salati, blönduðu grænmeti og kartöflubátum.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here