Súkkulaði Pekanbaka – Uppskrift

Ég fékk þessa æðislegu súkkulaði pekanböku í mat hjá tengdó um daginn. Ég vildi endilega deila uppskriftinni með ykkur og vona að ykkur líki hún!

Bakan:

200 gr. hveiti

65 gr sykur

90 gr. smjör

1 egg

Rífið hýði af appelsínu eða sítrónu
1-2 msk. ískalt vatn.Blanda saman hveiti og sykri, mylja smjör saman við. Þeyta eggið létt og hræra appelsínu-/sítrónuberkinum saman við. Setja eggið út í hveitiblönduna og hnoða saman í samfellt deig. Bæta í vatni ef þarf. Fletja út og klæða í smurt mót ca. 22 cm. í þvermál. Láta bíða í ísskáp í 30 mín.

Fylling:

200 gr. síróp

3 msk. púðursykur

150 gr. suðusúkkulaði

50 gr. smjör

 3 egg
1 tsk. vanilludropar

175 gr. pekanhnetur

Hita ofn í 180°C. Setja síróp, púðursykur, súkkulaði og smjör í pott og hita rólega þar til allt er bráðnað. Taka af hitanum og kæla. Þeyta eggin og hræra síðan saman við súkkulaðiblönduna ásamt vanilludropum. Dreifa pekanhnetunum jafnt yfir bökubotninn og hella síðan fyllingunni yfir. Baka í miðjum ofni í 50-60 mín. eða þar til fyllingin hefur stífnað. Þú getur svo skreytt bökuna með pekanhnetum að vild.

Nú er bara að njóta!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here