27 jákvæðar leiðir til að hrósa börnum okkar

Börnin okkar eru okkur allt, en það er ekki alltaf sem við leyfum þeim að heyra það.  Lofsömum þau, segjum þeim í það minnsta einu sinni á dag hve mikils virði þau eru fyrir okkur.

Sjálfstraust barnanna.

Hrós, hvatning og falleg orð er nauðsynlegur hlutur af daglegum samskiptum okkar við börnin okkar, alveg óháð aldri þeirra.  Börn þróa sjálfið sitt í gegnum samskipti sín við aðra á lífsleiðinni, sér í lagi við foreldra sína.  Því er mikilvægt að vanda sig þegar við tölum við börnin okkar.

Skilyrðislausa ástin.  Segjum börnunum hvers virði þau eru fyrir okkur og leyfum þeim að finna að það er skilyrðislaus ást, óháð nokkrum skuldbindingum eða væntingum.

Kennslan.  Veitum því athygli og notum lofsyrði til að kenna börnunum að það er viljinn/metnaðurinn en ekki útkoman sem skiptir máli.  Það getur hjálpað börnum að þróa með sér gott vinnulag með því að segja t.d. „þú lagðir virkilega mikið á þig við að klára verkefnið á réttum tíma.“

Hvatningin. Uppbyggileg hvatning getur hjálpað til við að þróa keppnisskap barnsins á jákvæðan hátt.  Til dæmis getur hvatning hjálpað til við krefjandi verkefni „öll vinnan sem þú hefur lagt í þetta hefur hjálpað þér að verða betri í þessu.“

Þakklæti.  Við ættum að nota orð sem lýsa þakklæti oft á dag.  Eins og, „takk fyrir, þú sparaðir mér mikinn tíma með hjálp þinni.“

Lofsyrði virka ef þau eru notuð rétt

Jákvætt orðalag og hrós sem eru ekki eingöngu innihaldslaus, eru virkilega mikilvæg í uppeldinu.
Að verðlauna barni í formi lofsyrða er mun áhrifameira heldur en refsing.  Börn læra frekar og læra mun hraðar þegar þau eru látin vita af því sem þau gera vel eða rétt.

Þó er auðvelt að falla í þá gryfju að hrósa of mikið eða á rangan hátt.  Ef þú hefur eftirfarandi í huga þegar þú ert að hrósa barninu þínu þá ertu á réttri leið.

Vertu einlæg/ur og ákveðin/n þegar lofsyrðin eru valin.
Hrósaðu börnunum eingöngu fyrir eitthvað sem þau geta sjálf haft stjórn á.
Notaðu lýsandi lofsyrði, sem hvetur barnið að raunhæfum markmiðum.
Passaðu þig að hrósa ekki of mikið fyrir of auðvelda hluti.
Passaðu þig að hrósa ekki of mikið fyrir hluti sem þau hafa nú þegar mjög gaman af.
Hvettu barnið til að vera ekki að bera sig við aðra heldur keppa við sjálft sig.

Notaðu hrós sem hentar aldri barnsins.

Prófaðu að notast við eftirfarandi:

 1. Ég er svo þakklát fyrir þegar þú…
 2. Þú varst hugrökk/hugrakkur að gera þetta.
 3. Þú ert að bæta þig verulega í að…
 4. Þetta er í góðu lagi, við gerum öll mistök.
 5. Takk fyrir að.
 6. Þarna tókstu rétta ákvörðun.
 7. Ég er svo hamingjusöm að vera mamma þín
 8. Þú vannst virkilega vel að þessu.
 9. Þú ert mjög góð/ur í að…
 10. Hvað heldur þú með…?
 11. Þú tókst þessu mjög vel.
 12. Ég fyrirgef þér fyrir að…
 13. Það er þvílík hjálp í þér!
 14. Þetta er besta tilraun þín hingað til!
 15. Þarna notaðir þú hugmyndaflugið þitt.
 16. Hafið það sem best í dag!
 17. Ég treysti þér!
 18. Ég er svo stolt af því að þú gerðir þitt besta.
 19. Það sem þú hefur lagt í þetta er að skila sér.
 20. Þú ert mér svo mikils virði.
 21. Þetta var fallegt af þér.
 22. Þú fannst út úr þessu.
 23. Ég sé að þú ert búin/nn að vera að æfa þig.
 24. Þú gætir hjálpað mér mmikið…
 25. Þú ert rosalega góður við…
 26. Vel gert!
 27. Ég elska þig.
SHARE