Ferskur og æðisgenginn kokteill með granateplum

Þessi æðisgengni sumarkokteill er að gera góða hluti á Tapasbarnum og er það ferskasta í sumar.

Ricky Martini

Innihald:
2 cl Patrón Tequila,
1,5 cl Triple sec líkjör,
1,5 cl Sour grape líkjör,
3 cl Passion fruit purée,
3 cl,  granateplasafi
Ferskt lime
Fersk granatepli
Vanillusykur og smá chili duft
Hrista allt mjög vel og setja í Martini glas sem buið er að setja á barm
glassins chili- og vanillusykur.
Setja lime sneið á barm glassins og fersk granatepli ofan í drykkinn.

 

SHARE