37 brúskaðir og blaðrandi æðarungar göslast á Tjörnina

37 brúskaðir og hálf-stálpaðir æðarungar óðu í langri bunu í átt að Tjörninni í dag, en þessir stórskemmtilegu og fiðruðu félagar voru ferjaðir af borgarstarfsmönnum úr Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum og til miðbæjar í þeim eina tilgangi að styrkja hópinn sem þar býr fyrir og hefur hreiðrað um sig.

 

Þetta kemur fram á Facebook síðu Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra Reykjavíkur sem deilir krúttfrétt dagsins með þeim orðum að honum þyki nóg komið af kisumyndböndum og þyki mun skemmtilegra að sjá rammíslenska æðarunga viðra bossann:

 

 

SHARE