4 ára stúlka skrifar bréf til guðs þegar hundurinn hennar dó

Hin 4 ára Meredith Scrivener átti hundinn Abbey sem var besti vinur hennar og þegar hundurinn dó vegna aldurs var litla stúlkan miður sín. Meredith sagði foreldrum sínum að hún vildi skrifa bréf til guðs og hún gerði það, með hjálp frá móður sinni.

Góði guð

Gerðu það viltu passa hundinn minn? Hún dó í gær og er með þér í himnaríki núna. Ég sakna hennar mjög mikið. Ég er mjög þakklát fyrir að þú leyfðir mér að eiga hana þó hún hafi orðið veik.

Ég vona að þú leikir við hana. Henni finnst gaman að leika með bolta og synda. Ég sendi þér líka mynda af henni svo þegar þú sérð hana veistu hver hún er. Ég sakna hennar mjög mikið.

dog-letter2

 

Tveimur vikum síðar þegar fjölskyldan kom heim beið þeirra bréf í gulllituðu umslagi sem á stóð „Mer“. Í bréfinu stóð:

Kæra Meredith

Abbey kom heil og höldnu í himnaríki. Myndin sem þú sendir hjálpaði mikið til svo ég þekkti hana strax. Abbey er ekki lengur veik. Andinn hennar er hjá mér en hún mun alltaf vera í hjartanu þínu líka. Henni fannst yndislegt að vera hundurinn þinn. Við þurfum ekki lengur að vera með líkama í himnaríki svo ég er ekki með neina vasa til að geyma myndina af henni svo ég sendi þér hana hér með til baka ásamt þessari litlu bók, svo þú getir átt myndina til að minnast Abbey og skrifað minningar um hana í bókina. 

Takk fyrir þetta fallega bréf og bestu þakkir til móður þinnar fyrir að hjálpa þér að skrifa það og senda mér það. Þú átt svo góða mömmu. Ég blessa ykkur á hverjum degi og mundu það að ég elska þig mjög mikið. 

Eitt að lokum. Það er mjög auðvelt að finna mig þar sem ég er alltaf til staðar þar sem ástin er. 

Kærleikskveðja

Guð.

Myndin hér efst er af Meredith í dag en hún er 10 ára.

 

SHARE