4 hlutir sem vinir maka þíns segja ekki, en hugsa samt

Hefurðu einhvern tímann velt því fyrir þér hvað vinum mannsins þíns finnst raunverulega um þig?  Og samband ykkar? Það kemur þér kannski á óvart að sumir brandarar þínir í garð maka þíns verða til þess að vinir hans finna til með honum? Það kemur þér kannski líka á óvart að sumir af nánustu vinum hans vilja gjarnan hitta þig oftar?

Julie Hanks hjá Wasatch fjölskyldumeðferðarstöðinni fékk karlmenn til að segja frá því hvað þeim finnst um maka vina þeirra. Lestu þetta og athugaðu hvort þú sért að tengja við þetta

„Okkur finnst þú vera að dæma okkur“

Scott finnst eiginkona elsta vinar síns sé snobbuð: „Alltaf þegar við erum að segja sögur frá því fyrir mörgum árum, ranghvolfir hún eins og hún sé að gera lítið úr því sem við vorum að gera.“ 

Ef við erum að ranghvolfa augunum, þó við segjum ekki neitt, þá geta vinir hans tekið því sem svo að við höldum að við séum yfir þá hafnar, jafnvel þó þér líki vel við þá. Kannski er þér ógnað af því hversu miklum tíma maki þinn eyðir með vinum sínum, sérstaklega ef þeir hittast alltaf án þess að hafa  maka sína með. Ekki setja þetta upp þannig að þetta sé „þú vs. þeir“, það er bara til að gera hlutina erfiða. Það er engin að segja að þú þurfir að dýrka og dá alla vini hans en það hjálpar mikið ef þú tekur þeim vel og ert jákvæð gagnvart þeim. – Elizabeth Lombardo, höfundur A Happy You.

„Við værum til í að þú værir oftar með okkur“

Ef þeir hugsa þetta þá, augljóslega, kunna þeir vel við þig. Þeir geta hinsvegar fengið á tilfinninguna að þú viljir ekki hitta þá. Það er bara jákvætt ef þeir vilja kynnast þér og þeir kunna það mikið að meta maka þinn, að þeir vilja eyða tíma með fjölskyldunni hans. Það er alls ekki verið að tala um að þú þurfir alltaf að mæta en þú ættir kannski að íhuga að bjóða þeim og maka þeirra í mat. Jafnvel þegar þeir hringja og þú tekur upp símann að gefa þér smástund til þess að spyrja hvað sé títt,  áður en þú lætur manninn þinn fá símann. – Julie Hanks hjá Wasatch fjölskyldumeðferðarstöðinni

„Við erum ekki hrifnir af því að þú sért alltaf að hringja þegar við strákarnir erum að hittast“

Jeff nokkur segir að það sé pirrandi og fráhrindandi þegar einhver eiginkonan er alltaf að hringja þegar „strákarnir“ eru að hittast eitt kvöld. „Af hverju treystir hún honum ekki eftir öll þessi ár? Það er ekki eins og hann sé að gera eitthvað af sér.“

„Þetta þarf ekki endilega að vera spurning um traust,“ segir Elizabeth. Oft er það bara þannig að þegar pabbinn er ekki heima, krakkarnir brjálaðir og hún er útúr stressuð og þá gerir hún eitthvað svona, hringir eða sendir skilaboð. Við viljum samt ekki vera röflandi makinn og hvernig myndi okkur líða ef maki okkar myndi alltaf vera að hringja meðan við værum úti með okkar vinum. Ef þetta er ekki aðkallandi þá ættum við að sleppa því að vera alltaf að hringja. – Elizabeth Lombardo, höfundur A Happy You.

„Það er óþolandi þegar þú kemur með eitthvað „ótrúlega mikilvægt“ svo hann geti ekki komið með okkur“

Þegar maður er alltaf að svíkja vini sína um hitting þá fer þeim að finnast þeir ekki skipta miklu máli. Spurðu sjálfa þig: Er eitthvað mynstur í þessu hjá þér, þegar þú ert að biðja manninn þinn að sleppa hitting við vini sína? Er það kannski bara þegar hann er að hitta vini sína sem þú ert ekkert svakalega hrifin af?  Í staðinn fyrir að skemma hans áform, gerðu þá bara þín eigin áform um að hitta þína vini. Ef þér finnst hann raunverulega vera að eyða meiri tíma með vinum sínum en með þér þá er allt í lagi að tala um það við hann, bara í góðu. Gætir sagt: „Mig langar svo að eiga smá tíma fyrir okkur tvö.“ eða „Eigum við að eiga smá stefnumót um helgina? Ég er búin að redda barnapíu.“ Þessi aðferð virkar miklu betur en að segja: „já já farðu bara með vinum þínum, mér er alveg sama,“ en það myndi bara flokkast sem andlegt ofbeldi. – Elizabeth Lombardo, höfundur A Happy You.

Fylgist með á Hún.is. Við munum koma með fleiri atriði á næstu dögum sem vinir maka þíns hugsa en segja aldrei!

Sjá fleiri atriði: 3 hlutir sem vinir maka þíns segja ekki, en hugsa samt

SHARE