4 vítamín sem eru nauðsynleg til að halda húðinni í lagi

Ég er lærður förðunarfræðingur og eins og er er ég að læra snyrti og húðfræðinginn. Í náminu mínu er lögð mikil áhersla á það að við séum vel menntuð í okkar fagi og vitum hvað við erum að gera, það er farið ítarlega í húðina og snyrtifræðin er eina fagið fyrir utan lækninn sem lærir jafn ítarlega um húðina. Eins og við vitum flest er húðin stærsta líffæri mannsins og því er mikilvægt að hugsa vel um húðina. Það er ekki nóg að vera duglegur að bera á sig krem þó það sé nauðsynlegt líka heldur þurfum við að hugsa um húðina innanfrá.  Það er mikið samasemmerki milli góðrar næringar og heilbrigðs lífernis og fallegrar og ferskrar húðar og næring skiptir öllu máli. Eitt af því mikilvægasta sem við innbyrðum eru vítamín, það er ástæða fyrir því að í flestum húðvörum sem þú kaupir út í búð er mikið magn af vítamínum. Hérna fyrir neðan ætla ég að telja upp 4 mikilvæg vítamín fyrir húðina þína.

  1. A vítamín

Ef húðin hefur verið þurr og gróf  gæti það bent til þess að þig skorti  A vitamín. Fólk sem er með „fílapensla“ ætti líka að temja sér að taka vel af A vítamíni eða nota efni sem innihalda vítamínið. Þar sem A vítamín hjálpar til við að byggja upp vefina er það líka lykilvítamín í að græða skrámur, sár og aðrar skemmdir húðarinnar.  A vítamín vinnur líka mjög á móti öldrun (húðarinnar). Vilji maður halda línum, hrukkum, líflausri húð og öðrum einkennum öldrunar  í lágmarki  er A vítamín góður mikilvægur þáttur í því. Mikið er af A vítamíni í eggjum, grænu grænmeti, mjólk, gulrótum, graskerjum, lifur og fleiri tegundum matar.

E vítamín

E vítamín er ef til vill það vítamín sem mest vitneskja er um að skipti meginmáli fyrir heilbrigði húðar. Það er vegna þess að E vítamín er öflugt andoxunarefni sem hjálpar líkamanum að takast á við sindurefni í líkamanum.  Ýmislegt veldur því að sindurefni  myndast, t.d. reykingar, mengun og sólarljós. Sindurefni er ein aðalorsök þess að húðin eldist fyrir aldur fram.  Þess vegna getur það að neyta E vítamíns skipt miklu máli í að koma í veg fyrir þessa öldrun. Með því að nota efni sem eru auðug af E vítamíni má draga úr elliblettum, hrukkum, sliti og línum. E vítamín fæst t.d. úr ólífum, sólblómafræjum, jarðhnetum, möndlum, hveitikími og grænu grænmeti.

C vítamín

Á sama hátt og E vítamín er C vítamín líka öflugt andoxunarefni. Þetta þýðir að það hjálpar líka í baráttunni við öldrun húðarinnar.  C vítamín örvar líka framleiðslu collagen ( bindivefur) í húðinni.  Collagen er efnið sem veldur því að húðin er teygjanleg, eins og okkur er kennt í skólanum gefur kollagen húðinni styrk og sveigjanleika sem er augljóslega mjög mikilvægt. þannig að ef fólk langar að halda húðinni mjúkri og ungri getur C vítamín hjálpað til þess.   Í flestum ávöxtum er mikið af C vítamíni og því er gott að neyta ávaxta daglega. Grænmeti eins og brokkál, blómkál, tómatar, hnúðkál og agúrkur eru líka góðir gjafar C vítamíns.
B vítamín

Ef fólk óskar eftir heilbrigðri húð er rétt að taka samsett B vítamín.  B1 vítamín bætir t.d. blóðrásina og gefur húðinni vissan ljóma.  Ef konur taka getnaðarvarnarpillur eru þær í ákveðinn áhættu hvað varðar skort á B1 vítamíni.  Eggjarauður, hnetur og rúsínur eru mjög auðug af B1 vítamíni.   Niacin í  B3 vítamíni hjálpar húðinn við upptöku súrefnis sem meðal annars ávinnings kemur í veg fyrir að „fílapenslar“ myndist.  Tómatar, brokkál og gulrætur eru t.d. auðug af niacini.

 

SHARE