5 ástæður til að elska Lorde

Við elskum Lorde. Hún er hrikalega kúl og heimsbyggðin er að ná því. Hún er með milljón fylgjendur á Twitter og á sínum 17 árum hefur hún öðlast meiri velgengni en margur.

Skoðum nokkrar ástæður fyrir því að þessi stelpa frá Nýja Sjálandi ætti að vera á þínum playlista.

1. Royals

Maður bara verður ekki þreyttur á þessu lagi. Í hvert skipti sem það kemur í útvarpinu tekur maður nettan trylling – klárt einkenni góðrar tónlistar. Kannski eru samt einhverjir orðnir leiðir á þessu lagi… en þeir hafa bara rangt fyrir sér!

2. Hárið á henni er æðislegt

Í alvöru, hárið á henni er rosalegt.

3. Hún er bara 17 ára

Tvöfaldur Grammy verðlaunahafi og bara 17 ára. Það er meira en við getum sagt!

4. Ótrúlega heillandi sviðsframkoma

Hún fangar athyglina frá fyrstu mínútu og heldur henni. Sviðsframkoman er sérstök og heillandi í bland.

5. Hæfileikar

Hún er hrikalega hæfileikarík. Hún skrifar eigin tónlist og texta og leggur hart að sér. Í myndböndum sínum er hún svo ekki hálfnakin og kynferðislega ögrandi. Sem er ferskur andblær á tónlistarsenunni.

Við elskum Lorde.

SHARE