5 atriði sem heilla konur.

1. Komdu henni á óvart. Flestar stelpur elska að láta koma sér á óvart. Með því að hafa fyrir því að gefa þér tíma til að plana eitthvað sætt fyrir okkur og koma okkur á óvart ert þú að sýna að við skiptum þig máli og að þú virkilega ert að leggja þig fram við að gleðja okkur. Margir karlmenn halda að til þess að koma okkur á óvart sé nauðsynlegt að eyða miklum peningum. Það er algjör misskilningur, það er ekkert nauðsynlegt að kaupa dýrustu blómin fyrir hana eða bjóða henni á fínasta veitingastað landsins. Í staðinn getur þú eldað fyrir hana eða bara horft með henni á uppáhaldsþáttinn hennar þó svo að þig langi að horfa á eitthvað allt annað. Það þrá allir smá tilbreytingu af og til og það er ótrúlega gaman að brjóta upp daginn eða kvöldið með því að gera eitthvað óvænt. Það gæti þessvegna verið eitthvað jafn einfalt og að skella sér í rómantískan göngutúr, stoppa á kaffihúsi á leiðinni og skella sér svo í sund, jafnvel bláa lónið ef peningar leyfa.

2.  Ef þú ert einn af þeim sem ert vanur að láta alla í kringum þig hlæja, ekki breytast þegar þú ert með stelpunni sem þú ert hrifinn af. Ég veit ekki afhverju en það er eins og sumir strákar verði allt í einu feimnir þegar þeir eru kringum stelpuna sem þeir eru hrifnir af. Það er fátt meira heillandi en góður húmor og strákur sem kann að hlæja og skemmta sér. Ekki halda aftur af þér, taktu sjálfum þér ekki of alvarlega. Það gefur þér bara plússtig ef þú kemur okkur til að hlæja oftar en einu sinni á deiti!

3. Sýndu að herramennskan sé ekki dauð. Herramennska kemur þér alltaf langt. Þó að þér gæti fundist herramennska vera löngu útdauð eru enn margir karlmenn sem hafa hana í hávegum og  eru því allnokkrum skrefum á undan þeim sem halda að fávita – taktíkin virki best. Það er enginn að tala um að þó að þú opnir fyrir okkur hurðir af og til eða bjóðir á fyrsta deiti að þú sért að eyðileggja réttindabaráttu kvenna. Það er bara sætt og mér finnst amk mikilvægt að herramennskan sé í hávegum höfð. Herramennska snýst heldur ekki einungis um að opna hurðir og bjóða út að borða, langt því frá, að mínu mati er herramennska til dæmis falin í því að halda ekki framhjá, bera virðingu fyrir konum og koma fram við okkur af virðingu. Til dæmis bara það að láta vita ef þér seinkar og standa við loforð. Herramennska felst í svo mörgu, kurteisi kemur þér alltaf langt.

4.  vertu þú sjálfur, númer 1,2 og 3, í guðanna bænum ekki breyta persónuleika þínum til að heilla einhvern. Hvað gefur það þér? ekki neitt, vegna þess að með tímanum mun það koma í ljós og hvað gerist þá? ég myndi kalla þetta vörusvik og það er ekki málið að þykjast vera á ákveðinn hátt meðan þú ert að næla þér í stelpuna en breytast svo algjörlega þegar þú hefur “sealed the deal” það endar bara á einn veg.

5. Taktu eftir því sem er í gangi í hennar lífi. Gefðu þér tíma til að sjá hverju hún hefur áhuga á og kynna þér það. Það er frekar óheillandi þegar strákurinn sem er að hitta mann hefur ekki hugmynd um hvað maður er að gera í lífinu og virðist engan áhuga á því hafa. Ef þú hefur áhuga á stelpu hefur þú líklega áhuga á því sem hún er að gera í lífinu? annars liggur áhuginn varla mjög djúpt

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here