5 atriði sem stuðla að hreinni & heilbrigðri húð

Það er mikilvægt að hugsa vel um húðina, okkar stærsta líffæri sem verður fyrir miklu áreiti á degi hverjum. Mengun, förðunarvörur og óhreinindi hafa sitt að segja og er ýmislegt sem við ættum að gera daglega til þess að halda húðinni hreinni og heilbrigðri.

1. Þvoðu þér í framan tvisvar á dag, bæði kvölds og morgna. Á kvöldin þværð þú óhreindin sem safnast á húðina yfir daginn og á morgnana þau óhreinindi sem húðin losar sig við yfir nóttina.

2. Forðastu að fara í of heita sturtu. Of heitar sturtur geta þurrkað og ert húðina. Notaðu alltaf milt og rakagefandi krem eftir sturtu.

3. Drekktu nóg af vatni, vatnsdrykkja er nauðsynleg til þess að viðhalda rakanum í húðinni.

4. Fáðu nægan svefn, svefn er mikilvægur fyrir endurnýjun húðarinnar. Reyndu einnig að skipta um koddaver vikulega af því mikil óhreinindi geta safnast þar fyrir sem eru slæm fyrir húðina.

5. Notaðu alltaf sólarvörn á andlitið, sama hvort það er sól eða ekki. Sólin er ein aðalástæðan fyrir ummerkjum öldrunar og litablettum í andliti af því við náum ekki svo auðveldlega að hylja það.

SHARE