5 atriði sem þú þarft að vita um átröskun

Talið eru að yfir 20 milljónir kvenna og 10 milljónir karla í Bandaríkjunum muni þjást af átröskun á einhverjum tímapunkti í lífi sínu. Eins og kvíðaröskun, getur átröskun lýst sér á mismunandi hátt hjá fólki. Það er nánast ómögulegt fyrir manneskju sem hefur aldrei verið með átröskun að skilja um hvað hún snýst. PureWow talaði við 5 manns sem hafa verið með átröskun og spurði þau hvað þau vildu að allir fengju að vita um þennan grafalvarlega sjúkdóm.

1. „Þó ég líti ekki veiklulega út, þýðir það ekki að ég sé að berjast við sjúkdóminn.“

„Þegar átröskunin var sem verst leit ég ekki út eins og fólk „telur“ að manneskja með átröskun líti út. Það var ekki hægt að telja rifbeinin mín eða neitt svoleiðis. Mergur málsins er að ekki allar tágrannar manneskjur eru með átröskun og það er til fullt af fólki sem lítur ekki út fyrir að vera með átröskun, en er samt með hana. Það er mjög mikilvægt að fylgjast með sínum nánustu. Þó fólk líti ekki út fyrir að vera veikt, þarf maður að vera vakandi fyrir öðrum einkennum um átraskana og jafnvel reyna að ræða þetta. Það gæti verið spurning um líf og dauða.“ – K.A.

2. „Að heyra þig setja út á líkama annarra getur alið á þessum slæmu hugsunum mínum.“

„Vinir mínir og fjölskylda hafa alltaf stutt mig þegar kemur að því að takast á við átröskun mína. Þau myndu aldrei segja neitt til þess að særa mig viljandi eða til að ég veikist aftur. EN, ég og fleiri með átröskun heyrum hvernig þú talar um þína eigin þyngd og jafnvel talar um líkama annarra (já fræga fólkið er með talið). Þó þú haldir að athugasemdir þínar séu ekki stuðandi þá geta athugasemdir eins og: „Oh mér finnst ég svo feit/ur í dag, ég vildi að ég gæti bara sleppt kvöldmatnum,“ verið mjög skaðlegar.“ – R.S.

3. „Þó ég sé ekki að berjast við átröskun mína akkúrat núna, er ég ekki búin að sigrast á henni.“

„Ég myndi gera nánast hvað sem er til að „læknast“ af átröskuninni. Ég er það heppin/n að hafa haft stjórn á henni seinustu ár, en átraskanir hverfa ekki. Þetta er svipað og fíkn. Það er alveg sama hvað þú ferð í mikla sjálfskoðun og sjálfsvinnu, það er alltaf möguleiki á bakslagi og það er mjög ógnvekjandi. Átröskun mín stjórnar ekki öllu lífi mínu lengur, en hún mun alltaf vera virk í smá hluta huga míns.“ – L.M.

4. „Anorexía og búlimía eru ekki einu átraskanirnar.”

„Það er mjög framandi fyrir mig hversu margir vita ekki að anorexía og búlimía séu ekki einu átraskanirnar sem til eru. Það er mest talað um þær en það eru til raskanir eins og lotugræðgi, Pica (þá borðar fólk eitthvað sem er ekki matur) og fleiri. Því meira sem fólk veit og skilur um átraskanir, þeim mun líklegra er að fólk þori að leita sér hjálpar.“ – C.O.

5. „Það er virkilega, virkilega erfitt að leita sér aðstoðar.“

„Það sem ég ítreka stanslaust við vini og fjölskyldu er að það er svo mikil skömm sem fylgir því að vera með átröskun. Það gerir það svo erfitt að leita sér aðstoðar. Það er svo eðlilegt að borða og það, að geta ekki gert það „rétt“ er mjög erfitt að viðurkenna. Það skipti sköpum hjá mér þegar ég komst að því að átraskanir eru tegund af geðsjúkdóm, ekki bara einhver slæmur ávani sem maður kemst yfir með því að hugsa jákvætt. Myndi mér finnast vandræðalegt að leita mér hjálpar vegna sýkingar? Nei og það, að sætta mig við að ég þyrfti að leita mér hjálpar vegna átröskunar var ekkert dramatískt eða skrýtið var stórt skref í rétta átt.“ – L.C.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here