5 brjóstahaldara mistök og hvað er til ráða?

Talið er að um 80% kvenna velji sér ranga brjóstahaldara, hvort sem á við stærð eða lögun. Það virðist oft vera vandamál fyrir konur að velja sér brjóstahaldara sem hentar klæðaburði. Möguleiki er á því að fötin þín líti mun betur út á þér ef þú ert í viðeigandi brjóstahaldara hverju sinni.

Hér eru nokkur ráð til að velja þér réttan brjóstahaldara við hvert tækifæri.

 

brartra

1. Athugaðu bandið. Þessi mynd sýnir þér hvar best er að hafa bandið. Það á ekki að koma upp á miðju bakinu á þér og ætti ekki að vera hærri en spöngin. Best er að hafa það þéttingsfast um bakið en ekki of þröngt. Það er alltaf möguleiki á því að það víkki með tímanum, svo ekki kaupa brjóstahaldara sem er víður utan um þig.

 

 

brarre

2. Það mun alltaf sjást móta fyrir brjóstahaldaranum á bakinu, sama í hvaða stærð þú ert.  Oft sést bunga undir höndunum og á bakinu. Það getur verið vegna þess að þú ert í of þröngum brjóstahaldara. Prófaðu víðari stærð eða breiðara band út þéttu efni.

brafgr

3. Athugaðu skálastærðina. Vertu alveg viss um að vírinn potist ekki inn í brjóstið á þér og að miðjan standi ekki frá brjóstkassanum. Gakktu úr skugga um að brjóstin flæði ekki uppúr að framan og á hliðum. Ef svo er, prófaðu stæðrina fyrir ofan. Of stór brjóstahaldari er líka vandamál, því brjóstahaldarar eru ekki ætlaðir til þess að geyma síma, kort eða lykla. Brjóstahaldarinn þinn á bara að geyma á þér brjóstin.

 

bradfar

4. Mundu að þú átt ekki að sjá útlínurnar af brjóstahaldaranum í gegnum fötin þín. Það gæti komið í veg fyrir að fötin þín líti eins vel út og þau geta. Klæddu þig í brjóstahaldara sem henta hverju sinni, hvort sem það er að passa að saumarnir, mynstrin eða að skálarnar sjáist ekki í gegn.

  

brarrqgr

5. Ekki gleyma að vera í réttum brjóstahaldara við hvert tækifæri. Passaðu uppá að hlírarnir passi við hálsmálið. Ekki vera í kjól sem er opinn í bakið og vera svo með bandið sýnilegt, það er ekki eins fallegt og það gæti annars verið ef þú ert í viðeigandi haldara. Sem betur fer eru til alls konar týpur sem ættu að geta hentað hvaða flík sem er. Skoðaðu úrvalið.

 

braarg

6. Það er leyfilegt að klæðast brjóstahaldara sem hluta af heildarútlitinu. Það getur verið töff og kynæsandi en farðu varlega og veldu vel, svo að útlitið verði snyrtilegt. Ekki vera hrædd að prófa þig áfram.

Mundu að það borgar sig ekki alltaf að spara þegar þú kaupir þér brjóstahaldara. Fæstar okkar geta verið án hans dags daglega, svo vandaðu valið. 

Heimildir: Herbeauty

SHARE