Jóga er talin ein heilbrigðasta hreyfingin sem völ er á fyrir mannslíkamann. Mikil vakning hefur verið hér á landi á jóga síðustu ár, en jóga á sér langa sögu sem rekja má til hinnar fornu menningar Indverja. Jógaæfingar styrkja stoðkerfi líkamans, sérstaklega bak og kvið og fyrirbyggir líkamleg og andleg vandamál, þeim er fylgt eftir með djúpri öndun og áhrifaríkast er að enda á slökun þar sem líkaminn endurnærir sig á skömmum tíma.

Hér eru fimm erfiðustu jógastöðurnar, en hægt er að ná miklum framförum í jóga og í raun þeim mun meiri ástundun þeim mun dýpri og erfiðari verða æfingarnar.

joga1

1 – Framhandleggs Sporðdreki

Það er ástæða fyrir því að þessi æfing er ein sú erfiðasta. Þarna setur þú allan þunga líkamans á framhandleggina og ert með nánast alla vöðva líkamans spennta. Byrjar á því að fara í framhandleggs handstöðu, beygir svo fæturnar fram yfir þig og reynir að láta tærnar snerta höfuðið. Þessi staða er minnir á sporðdrekahala en hún krefst mikillar einbeitingar, liðleika og styrks.

Sjá einnig: Kynþokkafyllsti maður í heimi – Heldur sér í formi með jóga – Myndir

joga2

2 – The Eight-Angle pose

Þessi minnir á skringilega armbeygjustöðu, þar sem lófarnir eru á dýnunni, báðir fætur út til hliðar sitt hvoru megin við annan handlegginn. Þú síðan krossar fætur saman til að ná jafnvæginu og hallar þér fram um leið og þú réttir úr fótunum. Þessi er vel gerleg, fyrir hvern sem er en það tekur líkamann smá tíma að átta sig á þessari þegar hún hefur aldrei verið gerð áður.

 

joga3

3 – Höfuðstaða með lótus

Hún lítur út fyrir að vera erfið enda er hún það! Þarna er byrjað í höfuðstöðu, en mikilvægt er að olnbogarnir færist ekki úr stað þegar fótunum er komið fyrir krosslögðum í lótus stöðuna.

Sjá einnig: 6 jógastöður fyrir þig og leikskólabarnið

joga4

4 – Eldflugan

Til að komast í eldfluguna byrjar þú á því að setja hendur á dýnuna, „klæðir“ fæturnar eins hátt upp á sitthvorn upphandlegginn og svo ýtir þú þér frá gólfinu með því að leggja þungann á handleggina. Því hærra sem fæturnir haldast á upphandleggjunum því auðveldara er að rétta úr fótunum.

 

jóga5

5 – Krákan

Þessi lítur út fyrir að vera auðveldari en hún er. Krákan er í raun annað form handstöðu þar sem þú beygir hnén, kemur þeim fyrir ofarlega á upphandleggjunum leggur þungann á hendur, finnur jafnvægið og lyftir fótum frá gólfi eða kubb.

Sjá einnig: 5 æðislegar jógastöður til að æfa magavöðvana

Eins og áður sagði eru ofangreindar jógastöður með þeim erfiðustu enda hrikalega áhrifaríkar og skemmtileg áskorun. Æfingin skapar meistarann!

 

Heimild: http://herbeat.com

 

 

 

SHARE