5 hlutir sem þú ættir aldrei að sætta þig við í sambandi

Það er endalaust verið að vega og meta hvað virkar og hvað virkar ekki í samböndum. Það eru ákveðin hættumerki sem er gott að gera sér grein fyrir en oft gerir fólk sér ekki grein fyrir því fyrr en það er orðið of seint.

Það er mjög mikilvægt fyrir tvær manneskjur að hafa samskipti til þess að þær séu hamingjusamar í sambandi. Ekki síður þarf að tala um það sem gerir mann óhamingjusaman.

Hér eru nokkur merki sem þú ættir að hafa auga með í fari maka þíns:

1. Alltaf neikvæð/ur

Ef manneskjan sem þú hefur í hyggju að eyða ævinni með, er alltaf neikvæð, er það eitt stærsta merki þess að eitthvað sé að í sambandinu.

Ef maki þinn hefur ekkert þarfara að gera en að kvarta í þér um alla þá hluti sem þú gerir rangt, þá ættir þú að íhuga að ræða það við hann/hana, eða hreinlega að hætta með honum/henni alfarið. Það hefur enginn gott af því að hafa neikvæðni í kringum sig 24/7. Ef það er ekki hægt að laga eða breyta öllum þessum neikvæðu viðhorfum, ættirðu virkilega að íhuga að ganga í burtu frá þessar manneskju.

2. Tilfinningalega fjarverandi

Ef manneskjan sem þú ert með á það til að vera feimin, óörugg/ur eða bara vill ekki sýna þér neinar tilfinningar, getur verið að þessi manneskja sé tilfinningalega fjarverandi. Það þarf ekki að vera varanlegt heldur bara á þessum tímapunkti í lífinu.

Fólk sem hagar sér svona, til langs tíma, hefur yfirleitt eitthvað djúpt innra með sér sem það hleypir ekki út, svo þú færð aldrei að sjá allan persónuleika þeirra. Þangað til hann/hún finnur útúr því hvað er að halda aftur af honum/henni, getur viðkomandi aldrei gefið þér allar þær tilfinningar sem þú þarft á að halda. Það er mjög mikilvægt að hann/hún vinni úr þessu á sínum eigin forsendum.

3. Þú ert alltaf í öðru sæti

Ef kærasti/a þín setur þig alltaf í annað sæti er það merki sem þú ættir að hugsa vel um. Ef þér finnst eins og þessi manneskja setji, viljandi, alla hluti fram yfir þig, ættirðu að íhuga að slíta þessu.

Já, lífið getur verið krefjandi á alla! Engu að síður á maður alltaf að setja fólkið sem maður elskar í fyrsta sæti, fram yfir allt annað. Maður á ekki að sætta sig við að vera settur í annað sæti.

4. Þurfandi persóna

Ef manneskjan sem þú ert með er alltaf mjög þurfandi og jafnvel uppáþrengjandi, ættirðu að íhuga hvað þú vilt gera með sambandið.

Ef maki þinn vill fá allt frá þér, óháð þínum þörfum, ættirðu að íhuga hvort þessi manneskja sé þess virði. Mun hann/hún ganga alveg yfir þig og taka alla orku frá þér. Þínar þarfir eru mjög mikilvægar. Ef hann/hún er ófáanleg/ur til að gera þér minnstu greiða, ættirðu að hugsa þetta mjög vel.

5. Stjórnsöm/samur

Ef maki þinn er stjórnsamur, uppstökkur og vill ráða öllu ættirðu að safna kjarki til að breyta kringumstæðunum. Ef þér er ekki  sama þó þér sé skipað fyrir að gera hlutina alltaf eins og aðrir vilja, óháð þínum skoðunum, þá ættir þú að íhuga að yfirgefa sambandið.

Manneskja sem á erfitt með að láta af stjórn, á erfitt með að breytast yfir höfuð. Sambönd eru alltaf að breytast og þið verðið að aðlagast því. Ef maki þinn er ekki að taka breytingar í sátt er þetta samband kannski ekki fyrir þig.

 Heimildir: Higherperspective.com
SHARE