5 hrukkubanar fyrir unga jafnt sem aldna

Það fylgir aldrinum að fá eina og eina hrukku. Sumir fá nokkrar örfínar broshrukkur á meðan aðrir eru ekki eins heppnir. Það er hægt að gera ýmislegt til að aðstoða húðina að sporna gegn hrukkum þó svo að auðvitað komum við aldrei í veg fyrir eðlilega öldrun húðarinnar. Við getum þó hægt á henni með þessum ráðum.

Drekktu nóg af vatni

Vatn er ekki bara gott, það er líka nuðsynlegt. Þegar við eldumst á líkaminn erfiðara með að viðhalda rakanum. Þetta getur leitt til ofþornunar og ofþornun eykur líkur á djúpum hrukkum. Til að koma í veg fyrir þornun húðarinnar er ráðlagt að drekka 8 glös af vatni á dag.

Sofðu á bakinu

Þegar við liggjum á maganum með hausinn á kafi í koddanum verða til hrukkur sem slétta svo úr sér þegar við förum á fætur. Með aldrinum missir húðin þó teygjanleika sinn og þessar hrukkur geta orðið partur af útliti okkar.

Ekki pýra augun

Ef við pýrum augun oft og mikið þreytum við andlitsvöðvana og búum til dældir undir húðinni. Að lokum breytist dældin í djúpar hrukkur í kringum augun. Svo í stað þess að pýra augun, fáðu þér lesgleraugu.

Notaðu rakakrem

Við þurfum ekki dýru hrukkukremin til þess að gefa húðinni raka. Það er nóg að nota gott rakakrem fyrir þína húðtýpu. Eins og fram kom er raki lykilatriðið í baráttunni við hrukkurnar.

Forðastu útfjólubláageisla

Sólböð og ljósabekkir fara ekki vel með húðina. Í raun fara útfjólubláir geislar sólarinnar svo illa með húðina að læknar hafa varað við of mikilli notkun ljósabekkja og sólbaða. Ekki bara eiga þeir sem ofnota sólarljósið á hættu á húkrabbameini heldur eldist húðin mun hraðar því meira sem við leyfum útfjólubláum geislum að sleikja húðina.
Svo slepptu ljósabekkjunum og þegar þú ferð í sólbað, notaðu sólarvörn merkta UV protection.

SHARE