5 leiðir til að losna við nætursvita

Margar konur þjást af svitaköstum og eru að svitna mikið í svefni. Þær vita hversu óþægilegt það er að vakna um miðja nótt eða að morgni til í rennblautum sængurfötum. Það eru til nokkrar aðferðir til þess að minnka nætursvitann og því fleiri aðferðir sem þú nýtir þér því minni líkur eru á því að þú svitnir svona mikið á nóttunni.

Haltu þig frá koffeini

Koffein, kakó og allskyns heitir drykkir, sterkur matur, sítrusávextir, mettaðar fitur, alkóhól og hvítur sykur eru allt fæðutegundir sem ýta undir það að þú svitnir á nóttunni. Þú ættir að halda þig alfarið frá þessum tegundum.

Sage og alfalfa 

Í rannsókn sem gerð var í School of Public Health árið 2005 kom í ljós að sage og alfalfa (refasmári) minnka líkurnar á nætursvita um 60%.

Lakkrísrót

Rótin á lakkrísplöntunni er ekki bara notað sem bragðefni heldur er það notað í nokkrar tegundir að náttúrulegum lyfjum. Hún kemur jafnvægi á estrógenið og hækkar prógesterónið í leiðinni. Rótin er notuð til þess að laga nokkur vandamál eins og hormónaójafnvægi, svefnleysi, magaverki, magasár, sýkingar, malaríu og nætursvita.

Hörfræ

Hörfræ eru rík af ómega 3 fitusýrum og rannsóknir hafa sýnt að þessar fitusýrur eru mjög gagnlegar þegar kemur að vandamálum sem tengjast breytingaskeiðinu. Samkvæmt nokkrum rannsóknum hafa hörfræ virkað vel fyrir þá sem þjást af hitaköstum og nætursvita. Það er fínt að dreifa hörfræjum, t.d. ofan á morgunkornið á morgnana.

Hvönn

Það hefur verið sýnt fram á að hvönn er mjög góð fyrir konur sem eru með þetta vandamál en einnig konur sem eru að eiga við skapsveiflur. Hvönn er eitthvað sem allar konur á breytingaskeiðinu ættu að prófa.

 

 

SHARE