5 leiðir til að vera jákvæð/ur

Það geta komið tímar sem erfitt er að halda uppi jákvæðni sinni í þessum heimi sem er fullur af hatri og neikvæðni. Að halda uppi jákvæðri orku getur gert undur fyrir þig og þá sem eru í kringum þig. Neikvæðni kemur manni ekki á þann stað sem þig langar til að komast á og því þarf að gera sitt besta til að vera skapari sinnar eigin hamingju.

Sjá einnig: 16 atriði sem þú átt aldrei að biðjast afsökunar á

Happy-Smiling-Face-Positive-Mental-Attitude

Sjá einnig: 9 atriði sem gera þig meira aðlaðandi

1. Segðu þér hversu dýrmætt lífið er

Sama í hvaða kringumstæðum þú ert í er alltaf eitthvað sem þú getur verið þakklát/ur fyrir. Jafnvel á þínum verstu dögum er alltaf hægt að finna eitthvað jákvætt við líf þitt þann daginn. Með því að einblína á það jákvæða getur þú lyft lund þinni og gert daginn þinn betri. Ekkert líf er án vandamála, svo það er undir þér komið að finna lausnir. Segðu þér hversu dásamlegt það er að vera lifandi og sjáðu fegurðina sem umlykur þig.

Að segja sér að góðir hlutir gerast eftir erfiða tíma er merki styrkleika. Þú ert undir stýri í þínu lífi og munt geta valið þér leið til að takast á við daginn. Ekki láta tímabundið ástand skemma almenna vellíðan þína.

2. Dragðu úr stressvöldum

Með því að finna hluti sem þú elskar, geta tekið huga þinn af því sem er að valda þér álagi. Allir upplifa stress í lífinu, en reyndu að láta það ekki draga úr þér allan mátt. Ef þú ert stanslaust meðvituð eða meðvitaður um það sem veitir þér gleði og taktu þér tíma í að einblína á það, svo þú getir tekið huga þinn af því sem er að láta þér líða illa.

Það mun verða til þess að þú endurnýjar þig og þú getur séð hlutina skýrar. Með því að endurhlaða sig á þennan máta er mjög mikilvægt til að minnka stress, því slíkt álag getur leitt til margs konar heilsufarskvilla.

Sjá einnig: Hefur þú gert þig að fífli nýlega?

3. Elskaðu þig

Við hreinlega sendum út í heiminn hvernig okkur líður með því hvernig við tölum og lítum út. Það hljómar kannski auðvelda en það er, en reyndu þitt besta við að laga það sem þú ert ekki sátt/ur við  í sjálfum þér, hvort sem það er varðandi útlit eða hugsunargang. Hlustaðu á gagnrýni þeirra sem eru einlæg við þig og notaðu það sem verkfæri á leið þinni til að bæta þig.

Hugsaðu um gjörðir þínar, vegna þess að þær geta haft afleiðingar.

4. Leitaðu af sannleikanum

Allir hafa skoðanir um það hvað þú ert og hvað ekki. Skoðanir annarra breyta því ekki hver þú ert og í mörgum tilfellum álit annarra á þér hreinn uppspuni. Engum líkar við alla og lífið væri bara mjög leiðinlegt ef öllum myndi líka við þig. Vertu heiðarleg/ur og reyndu að kunna að meta heiðarleika, en ekki trúa öllu sem þú heyrir.

Enginn getur vitað allt, en ekki vera stolt/ur af fáfræði þinni. Reyndu að læra meira um heiminn og uppgötvaðu meira um sjálfan þig.

5. Breyttu rútínunni

Það er ávallt gott að eiga góða ávana á hverjum degi, en það getur verið gott að breyta út af vananum einstaka sinnum. Það getur leyft huga þínum að flæða frjálst og þú tekið þér augnablik í að horfa á líf þitt. Ekki gleyma að fara út í náttúruna til að hlaða batteríin.

Heimildir: Lifehack

SHARE