5 merki þess að þig vanti bætiefni

Næringarrík og fjölbreytt fæða er besta leiðin fyrir þig til að fá öll þau nauðsynlegu steinefni, vítamín og andoxunarefni sem þú þarft. Margir átta sig eflaust ekki á því hversu mikilvægt er fyrir okkur að borða næringarríkan mat og stundum skortir okkur mikilvæg efni í líkama okkar, en ef þú hugar vel að því hvað þú setur í líkama þinn, gætir þú bætt heilsu þína til muna.

Sjá einnig: Vítamín – mikilvægur fróðleikur

for

Sjá einnig:Hver eru einkenni vítamíneitrunar?

Hér eru nokkur merki þess að þig skortir eitthvað af þessum bætiefnum:

1. Þú færð marbletti auðveldlega

Þá gætirðu verið með C vítamínskort. C vítamín finnst í sítrusávöxtum. Papaya, paprika, guava, kál og jarðaber eru rík af C vítamínum. C vítamín verndar frumurnar fyrir sindurefnum. Þetta kraftmikla andoxunarefni hjálpar ónæmiskerfinu og hjálpar því líkamanum að berjast við sjúkdóma.

Mælt er með því að við tökum 60 milligrömm af c vítamíni á dag.

2. Viðkvæmara hár og neglur

Vítamínsskorturinn geur verið skortur á bíótín. Það má finna í eggjum, heilum höfrum, mjólkurvörum, kjúklingi, laxi og hnetum. Ef þú hefur tekið eftir því að hár þitt er að þynnast, finnur fyrir einhverskonar ertingu í húðinni, gæti verið að þú sért ekki að fá nóg af bíótín. 

Mælst er með því að þú fáir að minnsta kosti 30 míkrógrömm af bíótín á dag.

3. Augu þín eru blóðhleypt

Skortur á B2 vítamíni gæti verið ástæðan. Þú færð B2 í eggjum, mjólk, kjöti, fiski, hnetum og grænmeti með grænum laufum. Skorturinn er algengari hjá þeim sem eru í undirþyngd og hjá þeim sem eiga við meltingarvandamál að stríða.

Mælst er með því að þú fáir að minnsta kosti 2 milligrömm af B2 vítamíni á dag.

4. Óvanalega mikil þreyta

Möguleiki er á því að þú þjáist af kalkskorti. Mikið kalk er í dökku grænu grænmeti, mjólkurvörum, möndlum og kjúklingabaunum. Ef þér finnst þú oft vera þreytt/ur gæti verið að þú fáir ekki nægilega mikið af kalki úr fæðu þinni. Reyndu að fá þér eins mikið af kalki og þú mögulega getur. Þeim mun eldri sem þú ert, ættir þú að einblína meira á kalkinntöku þína.

5. Fótakrampar

Skortur á E vítamíni gæti verið ástæðan. Það getur þú fengið úr hnetum, fræjum, grænmetisolíu, grænu laufgrænmeti, eggjum og sumu morgunkorni. Ekki er algengt að fólk þjáist af e vítamín skorti, en líklegra er að skortuinn eigi sér stað hjá þeim sem eiga erfitt með að melta fitu, oft vegna sjúkdóma.

Mælt er með því að þú fáir að minnsta kosti 15 milligrömm af E vítamíni á dag.

Heimildir: Womendailymagazine.com

SHARE