5 merki þess að þú eigir slæman vin eða vinkonu

Allir hafa lent í því einhvern tíma á ævinni að eiga vin eða vinkonu sem hafa komið illa fram á einn eða annan veg, en það sem okkur gengur misilla að gera er að losa okkur við þau úr lífi okkar. Við sjáum kannski eftir á hvað manneskjan gerði manni eða að hún var í raun ekki vinurinn fyrir þig.

Sjá einnig: Sex óþolandi týpur á vinnustað – Ítarleg úttekt

Hér eru nokkur atriði sem ættu að vekja þig til umhugsunar um það hvort vinur eða vinkona þín hafi í raun hagsmuni þína fyrir brjósti eða sér bara að notfæra sér tilvist þína.

Þau reyna að breyta þeirri manneskju sem þú ert

Þau virðast alltaf vera að benda þér á hvernig þú getur breytt þér, en þau virka ekki á þig eins og uppástungur, heldur gagnrýni. Þau reyna móta þig að þeirri manneskju sem þau vilja í stað þess að sætta sig við þig eins og þú ert.

Þið þrætið mikið

Það virðist oft eins og þau séu að reyna að búa til vandræði við þig yfir smáatriðum. Þau gera mikið úr hlutunum og reyna að blanda öðrum vinum inn í málið. Ganga jafnvel svo langt að tala um vandamálið á Facebook svo örugglega allir sjái ósættið.

Sjá einnig: 100 ára gamlar vinkonur segja okkur hvað þeim finnst um nútímann

Þau leggja sig ekki fram um að muna það sem er mikilvægt í lífi þínu

Þú hefur kannski planað eitthvað og þau hreinlega gleyma því að þú hafðir sagt þeim það. Þau hafa ekki mikinn áhuga á því að vita hvað er í gangi í lífi þeirra. Þar hefurðu það, þú skiptir þau ekki það miklu máli.

Þau gefa þér ekki frið eða þitt eigið rými

Þau geta verið mjög þurfandi á þig af því að þau eru að leitast eftir einhverju samþykki frá þér. Það þarf ekki endilega að vera vegna þess að þeim líkar svona vel við þig, heldur þurfa þau bara á þér að halda til að halda sjálfum sér uppi.

Þau vanvirða þig

Það þarf ekkert endilega að útskýra það neitt frekar. Ef þau vanvirða þig, tala illa um þig og koma almennt illa fram ættir þú bara að snúa þér við og halda áfram.

Við berum öll ábyrgð á okkar eigin hamingju, svo þú skalt ekki láta aðra manneskju koma illa fram við þig.

Heimildir: Higher Perspective

SHARE