5 punktar sem geta nýst þeim sem eru í makaleit

Ég og Siggi Gunnars á útvarpstöðinni K100 tókum þetta fyrir á föstudaginn síðasta og ræddum aðeins hvernig það er að vera í makaleit, hvað má gera meira og hvað má minna. Það er oft þunn lína á milli þess að vera áhugasamur og vera uppáþrengjandi.

1.    Að finna sér maka er eitt af því sem þú gerir, ekki það eina sem þú gerir.
Því miður virðist vera svolítið algengt að konur og karlmenn detti í þann pakka að fá þráhyggju fyrir makaleitinni. Lífið fer að snúast um ekkert annað en að finna sér lífsförunaut. Það sem gerist þegar þetta er orðið þannig er að fólk virðist örvæntingarfullt og það heillar engan. Einnig eru meiri líkur á að maður endi í sambandi sem kemur ekki til með að ganga því þú ert til í að prufa hvað sem er, jafnvel eitthvað sem heillar þig ekkert. Vertu skynsamur þegar kemur að makaleitinni og teldu upp á 10 áður en þú stekkur út í eitthvað.

2.    Þú ert ekki að leita að einhverjum sem líkar við þig.
Þegar þú ert í makaleit er mikilvægt að þú sért ekki í eilífum leik að þóknast hinum aðilanum. Hvort sem að hann fílar mjóar eða þybbnar stelpur þá átt  þú ekki að standa og sitja eftir því hvað hinum hentar. Þú ert að leita að aðila sem tekur þér eins og þú ert, á þínum góðu og slæmu dögum. Það sem skiptir mestu máli þegar þú velur þann eina rétta er að hugsa: “Nenni ég að hanga óendanlega mikið með þessari manneskju?”

3.    Ekki spá í fortíð hins aðilans.
Við búum á Íslandi. Það er nánast ógerlegt að kynnast manni hérna sem hefur ekki verið með Gunnu frænku eða gert einhvern skandal af sér sem einhver af þínum vinum vita af. Gott mottó er að leyfa aðilanum að byrja með hreint blað og dæma hann síðan algjörlega eftir því hvað þér finnst en ekki því sem vinir þínir segja þér.

4.    Farðu út fyrir kassann.
Meirihluti kvenna er með vissa staðalímynd af mönnum sem þær eru að leita að. Farðu út fyrir kassann og sjáðu hvort að draumaprinsinn komi ekki í ljós. Það virðist oft gleymast að kassinn er ósýnilegur og það er ekkert mál að opna hann eða jafnvel stækka hann til að skoða hvað lífið hefur upp á að bjóða. Það ert þú sem ræður ferðinni.

5.    Lærðu að treysta.
Stór hluti af fólki sem er á lausu er eitt vegna þess að það treystir ekki neinu. Það er búið að ákveða áður en það byrjar í sambandi að það mun enda. Það er alltaf áhætta að byrja í sambandi og opna sig 100% fyrir nýjum aðila, en það er það sem til þarf til að geta látið hlutina ganga.

Gerður Arinbjarnar

langar http://credit-n.ru/offers-zaim/glavfinance-online-zaymi.html http://credit-n.ru/zaymi-nalichnymi-blog-single.html

SHARE