50 Gráir Skuggar: Fyrsta ljósmyndin af Christian lítur dagsins ljós #mrgrey

Húsmæður, haldið ykkur fast! Fyrsta ljósmyndin af kyntröllinu Christian Grey hefur litið dagsins ljós á Twitter og útlitið er logandi heitt. 

 

Loks geta húsmæður um allan heim litið manninn augum; BDSM meistarann sem tælir blásaklausa Anastasiu upp úr skónnum með seiðandi augnaráðinu einu saman, íklæddur leðurjakka og einbeittur á svip bak við stýrið.

 

 Þetta mun vera alfyrsta ljósmyndin sem “lekur” á netið og sýnir Christian Grey í öllu sínu veldi, meistara hinna fimmtíu skugga og leiðsögumann um gráu svæðin í svefnherberginu. Ljósmyndin birtist á Twitter í gær, þann 18 júní en dagsetningin er engum tilviljunum háð því Christian Grey fagnaði afmæli sínu í gær. Það er rétt – tengasonur hins siðmenntaða, lostafulla heims er sumarbarn. 

 

Mr. Grey will see you now:

 

 

 

SHARE