500 ára samofin og seiðandi saga af portrettum kvenna á þremur mínútum

Á stundum er engu líkara en fegurð kvenna hafi ekki eitt sinn verið til umræðu í þá daga þegar hestvagnar tíðkuðust enn, bréf voru handskrifuð og konur gengu undantekningarlaust í skósíðum kjólum. En var það svo í þá daga sem speglar voru munaður og hafa konur jafnvel haft sig til frá árdögum menningar?

Kannski tenging þessi orki óvenjulega á einhverja og myndbandið hér að neðan er einnig æði sérstakt, en það sýnir hrífandi flæði einna 500 klassískra málverka sem öll eiga það eitt sameiginlegt …. að vera málverk af konum. Hefðarmeyjum, ambáttum og þernum. Frjálsum konum og föngnum. Frægum konum og lítt þekktum, vandmeðförnum og auðmjúkum.

Fimm hundruð ára lista- og tískusaga ofin í eina samfellda heild, fönguð á striga af stórmeisturum liðinna alda og sett saman í þriggja mínútna myndband. Gullfalleg saga í myndum sem umbreytast í sífellu og taka á sig nýja ásjónu.

Að því sögðu er fátt eitt eftir en að afhjúpa dýrðina, 90 stórbrotin listaverk sem spanna 500 ára lista og tískusögu mannkyns í seiðandi þriggja mínútna heild.

Að baki þessu undursamlega verki er listagalleríið Art Fido og viti menn; á netinu er að finna heildræna skrá yfir öll verkin sem birtast hér að neðan:

SHARE