6 klukkutíma gamalt barn tekið af foreldrum sínum – Myndband

Þetta átakanlega myndband birtist á Dailymail og hefur vakið mikinn óhug á meðal fólks. Barnaverndarnefnd mætir í hús foreldra 6 klukkustunda gamals barns og taka barnið af foreldrunum. Foreldrarnir mótmæla þessum aðferðum og móðirin grætur sáran. Faðir barnsins hafði kveikt á vefmyndavél í tölvunni sinni og tók atvikið upp án vitundar barnaverndarnefndar.

Faðirinn birti myndbandið á vefsíðu og var dæmdur í 6 vikna óskilorðsbundið fangelsi vegna þess að hann neitaði að fjarlægja myndbandið af vefsíðu sinni. Nú hafa fréttamiðlar birt myndbandið og það hefur vakið mikla reiði meðal fólks í Bretlandi.

Yfirvöld telja móður barnsins ekki hæfa til þess að hugsa um það. Konan er með námsörðugleika og misþroska en hún og maðurinn hennar telja hana alveg færa um að hugsa um barnið sitt. Þau segja að þau hafi aldrei nokkurn tímann beitt börn sín ofbeldi og sýni börnum sínum ást og umhyggju. Faðir barnsins segir að þau hjónin hafi aldrei verið sökuð um að beita barnið ofbeldi, barnið hafi verið tekið af þeim einungis vegna efasemda yfirvalda um hæfni móðurinnar vegna fötlunar hennar.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”4hdoAQODtxo”]

 

SHARE