6 leiðir til að gæla við punga

Við konur skiljum margar ekkert um punga. Jú þeir geyma eistun og þar er sæðið og svo er oft brjálæðislega fyndið þegar einhver fær högg á þennan viðkvæma stað í bíómyndum. Stundum er í lagi að koma við punginn en stundum getur minnsta litla snerting valdið ómældum sársauka hjá manninum.

Þegar kemur að forleik og kynlífi verður pungurinn oft útundan. Ekki gleyma honum þó, því hann getur, eins og geirvörturnar, verið næmur og æsandi staður á líkamanum til að gæla við.

Hér eru nokkrar leiðir til að gæla við punginn og gera rekkjunautinn alveg brjálaðan (á jákvæðan hátt). Þessi ráð koma vitaskuld frá karlmönnum.

1. Taktu hann í lófann og strjúktu (mjúklega)

Við vitum að eistun eru viðkvæm en það er eins og með alla viðkvæma líkamsparta, að létt snerting getur verið alveg unaðsleg. Það spillir auðvitað ekki fyrir að pungurinn er fyrir neðan getnaðarliminn sem gerir þetta allt bara mjög þægilegt. Settu punginn í lófann og og strjúktu hann varlega með fingrunum en í guðanna bænum ekki kreista.

2. Sleiktu hann

Undir venjulegum kringumstæðum fylgir það oftast munnmökum sem eru oft hluti af forleiknum. Þú ert kannski ekki að fara að stoppa í miðjum kynmökum til að fara að sleikja punginn, en auðvitað er þetta allt saman einstaklingsbundið og allir velja sína nálgun.

Ef þú gerir þetta virkar það stríðnislega æsangi og byggir upp spennuna. Kannski svipað eins og þegar hann kyssir á þér lærin og magann áður en hann vindur sér í munnmökin sjálf.

Sjá einnig: 7 menn lýsa hinni fullkomnu píku

3. Leiktu við punginn á meðan þú sýgur hann

Það er örugglega fátt sem þú getur gert, þegar þú ert að totta hann, sem getur eyðilegt reynsluna. Kannski bara ef þú bítur hann, en það er meira að segja örugglega einhver þarna úti sem fílar það.

Það eina sem getur toppað eina kynlífsathöfn eru tvær kynlífsathafnir… á sama tíma. Þú ert örugglega með eitthvað sem þér finnst gott að láta gera við þig í kynlífi, leika við geirvörturnar eða kyssa hálsinn eða annað slíkt. Þetta er það sama og það fyrir karlmanninn.

4. Kysstu hann

Þó þetta hljóti að hljóma furðulega og ekki beint það sem maður hugsar um að gera við pung, en er það í raun ekki. Þú getur kannski ekki komið eistunum upp í þig þá er það mjög gott fyrir karlmanninn að láta kyssa punginn, enda er hann mjög næmur. Það má kannski líkja þessu við að kyssa hálsinn á bólfélaganum.

5. Sjúgðu hann

Þetta er í svipuðum flokki og nr. 2. Þetta er eitthvað sem þú gerir um leið og þú veitir honum munnmök. Aðalatriðið er að gera þetta hægt og mjúklega. Ef menn fá óþægilegt högg í eistun er það einstaklega sárt og getur jafnvel valdið ógleði svo það er mjög mikilvægt að gera þetta mjúklega.

Góð aðferð er eitthvað sem kallað er tepoka-aðferðin. Þá er pungnum dýpt inn og út úr munninum eins og verið sé að dýfa tepoka í heitt vatn.

6. Nei í alvöru, farðu varlega

Þetta er minna kannski kynlífsráð og meira bara almennt ráð. Karlar segjast hafa fengið óteljandi högg, lítil og stór í gegnum tíðina. Það sé oftast óvart, konan sé að klifra yfir hann í rúminu eða bara að fíflast eitthvað. Það sé semsagt mjög mikilvægt að fara varlega þegar kemur að pungnum.

Heimildir: YourTango.com

SHARE