6 leiðir til að halda hárinu á hausnum á þér

Um 40% kvenna upplifa mikið hárlos oft á tíðum. Slæmar matarvenjur og slæm meðferð á hárinu getur verið ástæaðan fyrir hárlosinu.

Þessi 6 ráð eru hinsvegar eitthvað sem þú ættir að prófa til að halda fyllingunni og heilbrigði hársins.

1. Nuddaðu hársvörðinn

Nudd á hársverðinu hjálpar til við að fjarlægja dauðar húðfrumur sem hjálpa hárinu að vaxa. Í hvert skipti sem þú þværð hárið þitt, notaðu þá fingurgómana til að nudda hársvörðinn. Byrjaðu að nudda fremst við hárlínuna og fikraðu þig aftur á höfuðið. Með þessu ertu að örva blóðflæðið við hársekkina sem gerir það að verkum að hárið vex hraðar.

2. Burstaðu hárið varlega

Ef þú burstar hárið þitt harkalega getur það leitt til þess að þú missir hár varanlega. Byrjaðu að bursta á endunum, ekki í rótinni. Færðu þig svo ofar og ofar eftir hárinu og burstaðu varlega.

3. Farðu varlega með hárið þegar það er blautt

Hárið er mjög viðkvæmt þegar það er blautt. Bíddu þangað til hárið er orðið alveg þurrt áður en þú burstar það. Ekki setja hárið upp í „túrban“ því það veldur því að það brotnar frekar. Gríptu frekar þéttingsfast utan um endana á hárinu með handklæðinu. Ekki nudda höndunum saman með handklæðinu utan um hárið. Það er skelfileg meðferð á hárinu.

4. Passaðu upp á hárið í sólinni

Mikil sól veldur skemmdum á hárinu en það er kannski ekki vandamál hér á landi. En ef þú skellir þér í sólina er gott að nota sólarvörn fyrir hárið eða hylja það í miklu sólskini.

5. Borðaðu próteinríka fæðu

Hárið er gert úr próteini og öll vannæring kemur fyrst fram í hárlosi. Þess vegna er mjög gott að borða vel af próteini á hverjum degi.

6. Kældu sturtuna

Mjög heitar sturtur eru ekki góðar fyrir þá sem eru með mikið hárlos. Heitt vatn tekur allar náttúrulegar olíur úr hárinu og hársvörðurinn fer að vinna „yfirvinnu“ við að framleiða meiri olíu. Það er ekki gott fyrir rótina og veldur hárlosi. Húðlæknar mæla með því að kæla niður sturtuna þína örlítið til að koma í veg fyrir hárlos.

 

 

Heimildir: Womendailymagazine

 

SHARE