
Það geta verið rosaleg vonbrigði fyrir fólk að sofa saman í fyrsta skipti. Þú getur haft miklar væntingar og haldið að þetta verði allt saman mjög dásamlegt og æðislegt en svo verður það allt annað en það. Það er samt ekkert sem segir að kynlífið geti ekki orðið betra, en þá þarf að ræða málin.
Heimasíðan tattletailzz.com kom með nokkur ráð til þess að ráða bót á þessu vandamáli:
1. Ekki gera of mikið mál úr þessu
Ef þú byrjar samtalið á „ég þarf aðeins að tala við þig“ þá ertu að leggja línurnar fyrir það að samtalið verði mjög dramatískt. Það vill enginn heyra „ég þarf aðeins að tala við þig“, svo við ráðleggjum þér að sleppa því. Dæmi: Kannski væri betra að segja „Hey Jósafat, það er yndislegt veður, eigum við að láta forleikinn endast aðeins lengur?“
2. Veldu rétta tímann til að ræða málin
Koddahjalið er til af ástæðu. Ekki fara að tala um kynlífið ykkar yfir hádegis- eða kvöldverði. Komdu með þetta umræðuefni frekar þegar þið eruð nýbúin að stunda kynlíf, þegar þið eruð enn í þeim gír. Dæmi: „Ég held að það væri geðveikt ef þú myndir gera svona með fingrunum“ eða „Mér finnst svo gott þegar….“
3. Notaðu klám til að sýna honum
Auðveld leið til að sýna honum hvað þú vilt er að nota klámmynd, jafnvel þó þið horfið vanalega ekki á klám saman þá er þetta góð leið til að sýna honum hvað þig langar til að láta gera við þig. Dæmi: „Sjáðu hvað hann er að gera þarna? Viltu gera svona næst við mig?“
4. Sýndu honum þína tækni
Það fá margir mikið út úr því að horfa á maka sinn stunda sjálfsfróun. Sýndu honum hvernig þú til gerir þegar þú ert ein með sjálfri þér. Dæmi: „Þegar ég geri svona þá fæ ég fiðring um mig alla, ég vil að þú gerir þetta við mig.“
5. Prófið eitthvað nýtt
Stundum er slæmt kynlíf ekki endilega eitthvað sem um er að kenna „lélegri tækni“, heldur er það bara útaf því að þú ert komin með leið á einhverju. Ef það er málið, þá er um að gera að prófa eitthvað nýtt. Segðu það við hann. Dæmi: „Mig hefur alltaf langað til að vera bundin við eldhúsborðið og þakin í rjóma, getum við prófað það?“
6. Hvettu hann áfram
Ekki láta hann halda að allt sem hann gerir sé ekki nógu gott. Láttu hann vita þegar hann er að gera rétta hluti. Dæmi: „Vá! Þetta sem þú ert að gera þarna niðri núna, er geðveikt!“ eða „Úú þetta er ótrúlega gott!“