6 merki um að þú ættir að láta skoða hálskirtlana þína

Hefurðu hugsað þér að hálsbólgan sem þú ert með sé eitthvað meira en bara venjuleg hálsbólga? Getur verið að þú þurfir að láta taka úr þér kirtlana?

Hér eru 6 merki um að þú gætir þurft að láta taka úr þér hálskirtlana:

Andfýla

Hálskirtlarnir draga að sér bakteríur sem gefa frá sér vonda lykt og valda slæmri andremmu.
Særindi í hálsi
Það getur verið erfitt að kyngja og ef kirtlarnir eru sýktir getur það valdið hóstakasti og þrengslum í hálsi.
Bólgnir kirtlar

Stækkun á hálskirtlum getur þýtt sýkingu sem veldur bólgum.

Erfiðleikar við að kyngja

Ef hálskirtlarnir eru bólgnir mun það óhjákvæmlega hafa áhrif á það hversu stórum bitum þú getur kyngt. 
Verkur í eyra

Hálskirtlarnir eru á sama taugakerfi og eyrun svo að sýktir hálskirtlar geta valdið verk út í eyra.

Hvítir kögglar

Það geta komið upp úr hálsinum hvítir kögglar sem eru mjög illa lyktandi. Það er tvímælalaust merki um að sýking sé í hálskirtlunum.
Heimildir: Viralnova
SHARE