6 mistök sem karlmenn gera í kynlífinu

Konur eru eilítið flóknari að gerð en karlar. Þar er líffræðinni, en ekki dyntum og dramatískum skapbrigðum um að kenna. Konur eiga til að mynda erfiðara með að fá fullnægingu en karlar í beinum samförum.

Það sem einni konu þykir gott getur annarri þótt hræðilega óþægilegt. Þó karlmaður hafi sængað hjá þúsund konum, er ekki þar með sagt að um sérfræðing í ástarleikjum sé að ræða. Nei, margir bólfélagar sýna einfaldlega fram á kynferðislega virkni.

Sjá einnig: Hvers vegna konur „feika“ fullnægingu og hvernig hægt er að uppgötva það

Þá er ekkert að marka klámmyndirnar, strákar – konur eru allt öðruvísi að gerð í veruleikanum og hver manneskja er einstök að gerð og lögun. Þó reynslan geti vissulega hjálpað og aukið á unaðinn eru eftirfarandi klaufavillur þó algengar og mýtan um blautu konuna sem var alltaf gröð er bara bull úr illa skrifuðum bókum.

Upplifa konur kynlíf á nákvæmlega sama hátt og karlar?

Konur eru öðruvísi gerðar en karlmenn og hún upplifir allt aðra tegund sælutilfinningar þegar limurinn rennur inn – en karlmaðurinn sjálfur. Leggöng konunnar eru ekki rík af taugaendum, en þar með er þó alls ekki sagt að konan upplifi engan unað við beinar samfarir. Konan getur þannig upplifað óþægindatilfinningu og jafnvel sársauka ef limurinn rennur of djúpt inn, í alversta falli getur konunni liðið eins og hún hafi verið kýld í magann ef ágangurinn er of miikill. Gakktu því hægt um gleðinnar dyr, stóðfoli!

Ein kona = Allar konur:

Það er ekki erfitt að leiða líkum að því hvar snípurinn er. Þar með er þó ekki sagt að karlmaður gerþekki eðli snípsins og því það er einmitt mikilvægt að hlaupa aldrei yfir forleikinn. Fæstar konur (þó einhverjar) fá fullnægingu í gegnum beinar samfarir án forleiks og snípgælna. Ófáir karlmenn virðast ekki gera sér fulla grein fyrir þessu og telja jafnvel að einfaldur sjortari geri allt sem þarf. Hvernig er þá best að fullnægja konu? Kannski svarið sé fólgið í því að spyrja hana beint út ….

Eggið er ekki óvinur karlmannsins:

Það er engin skömm fólgin í því að notast við egg eða titrara í rúminu – meðan á ástarleikjum stendur. Það er ekkert athugavert við vininn, þó ástkonan nái ekki hámarki á fimm mínútum sléttum. Sumar konur eiga einfaldlega erfitt með að fá fullnægingu. Orsökin getur verið líffræðilegs eðlis, af sálrænum toga og svo er stundum klaufaskap um að kenna. Kæri karlmaður; stundum er eggið besti vinur þinn í rúminu. Leyfðu konunni að leika sér, taktu virkan þátt … og njóttu þess að sleppa fram af þér beislinu.

Blaut = Örvuð?

Nei og aftur nei. Þó ástkonan rennblotni ekki við minnstu snertingu er ekki þar með sagt að hana skorti alla löngun til kynlífs. Reyndar getur kona logað af löngun eftir kynlífi þó skeiðin sé ekki blaut. Það er engin skömm að því að blotna ekki nægilega. Ástæðan getur verið fólgin í hormónabreytingum, hvar konan er stödd í tíðahringnum, getnaðarvarnir geta spilað þátt að ógleymdri daglegri streitu sem getur haft líkamlega fylgikvilla í för með sér. Til þess eru sleipiefni einmitt gerð, til að draga úr sársauka við samfarir og auka unaðinn.

Alvöru konur fá fullnægingu gegnum beinar samfarir:

„Sorry to say” ef svo má að orði komast. Þó karlmaður hafi sængað hjá óteljandi konum (og fullnægt fáeinum þeirra) er ekki þar með sagt að ALLAR konur fái fullnægingu á sama hátt. Það sem virkar fyrir eina konu þykir jafnvel annarri konu alveg fáránlegt. Einhverjar konur elska skuldbindingalaust kynlíf – aðrar konur geta ekki hugsað sér að sofa hjá karlmanni ef ástina vantar. Svo eru það lánsömu konurnar sem fá fullnægingu gegnum samfarir og þær sem geta einungis náð hámarki gegnum örvun á sníp, að ógleymdum þeim konum sem elska endaþarmsmök …

Þögull og þrútinn karlmaður er sexí og seiðandi karlmaður:

Það er allt í lagi að tala meðan á ástarleikjum stendur. Það sem meira er; það er sexí að segja frá því hvað þér þykir gott og hvernig þér líður í rúminu. Ekki láta konuna giska á framhaldið og þreifa sig áfram í blindni. Vertu ófeiminn við að spyrja og það er líka í lagi að slá á létta strengi. Húmor er svo kynþokkafullur eiginleiki. Sérstaklega ef ástúð er fólgin í orðavalinu. Ekki bíta á jaxlinn og vera svali gaurinn í rúminu. Hvíslaðu því að konunni hvað þér þykir gott og hvernig þér langar að læra meira um hennar unaðspunkta. Leikið ykkur saman með orðum og snertingu. Það – kæri karlmaður – getur verið lykillinn að ógleymanlegum ástarleikjum.

SHARE