6 skemmtilegar leiðir til þess að brúka smokka

Hefur þú einhvern tímann velt fyrir þér hvernig má brúka smokka? Öðruvísi en að rúlla þeim niður beinstífan getnaðarlim. Nei, einmitt – ekki ég heldur. Þessir litlu gúmmísekkir eru víst til ýmissa hluta nytsamlegir, hvern hefði grunað?

FN6FV35I4PHI3QV.LARGE

FPG3J7SI4PHI1FV.LARGE

Notaðu smokk til þess að gera símann þinn vatnsheldan – snertiskjárinn virkar meira að segja í gengum gúmmíið. Ég tek þó enga ábyrgð á þessu trixi þar sem ég þori ekki að prófa það sjálf.

FR64TX6I4J7E6NN.LARGE

FNYX92CI4J7E6PN.LARGE

Klipptu ósmurðan smokk niður í teygjur. Þær má svo nota í hvað sem er, í hárið, til þess að loka pokum o.s.frv. Þessar eru sterkar sem stál. Svona næstum.

FK97NATI55MU3CJ.MEDIUM

Opnaðir þú banana og hefur svo ekki lyst? Rúllaðu smokki utan um hann og hentu aftur inn í ísskáp. Ósmurðir smokkar eru stórfínar umbúðir utan um allskonar matvöru. Eins girnilega og það nú hljómar.

F17HQVXI4J7E6SG.MEDIUM

FBJUTJYI4J7E6T2.LARGE

FLQH43XI55MU3IA.LARGE

Fylltu smokk af vatni og eigðu ávallt einn slíkan í frystihólfinu. Virkar ljómandi vel sem kælipoki á íþróttameiðsl eða aðra verki.

FOFAO2JI4PHI4DX.LARGE

Ertu með plástur og þarftu að fara í sturtu? Klipptu framan af smokki og smeygðu honum utan um laskaða líkamshlutann. Voilá – plásturinn sleppur við sturtuna.

FKYX8P7I5DT6E4C.LARGE

Smeygðu ósmurðum smokki utan um pikkfast krukkulok og það opnast eins og skot.

 Tengdar greinar:

„Til strákanna sem segja; ég er með of stórt typpi fyrir smokka – FÁIÐ YKKUR SÆTI”

Tonje safnar notuðum smokkum: „Ég þrái að safna 10.000 alls“

9 stórskrýtnar staðreyndir um smokka – Myndband

SHARE